Landbúnaðarráðuneyti

709/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 446, 28. apríl 2005, um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu eldisdýra og afurða þeirra. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 19. gr. verður svohljóðandi: Eldisdýr og eldisafurðir verða að koma frá þriðju ríkjum eða hlutum þeirra sem eru taldir upp í skrá sem birt er með auglýsingu frá landbúnaðarráðuneytinu.

2. gr.

1. mgr. 20. gr. verður svohljóðandi: Fyrir hvert þriðja ríki skulu eldisdýr og eldisafurðir fullnægja þeim heilbrigðisskilyrðum sem birt eru með auglýsingu frá landbúnaðar­ráðuneytinu.

3. gr.

Við 22. gr. bætist eftirfarandi málsgrein: Við framkvæmd eftirlits og skoðana samkvæmt þessari reglugerð skal jafnframt fylgja ákvæðum reglu­gerðar nr. 849/1999 og reglugerðar nr. 449/2005.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 54, 16. maí 1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 25, 7. apríl 1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og lögum nr. 60, 14. júní 2006, um varnir gegn fisksjúkdómum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 1. ágúst 2006.

F. h. r.

Níels Árni Lund.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica