1. gr.
1. mgr. 16. gr. verður svohljóðandi: Sérfræðingar ESA og aðrir sérfræðingar sem til þess eru bærir skv. EES-samningnum geta, í samvinnu við Landbúnaðarstofnun og Fiskistofu, og að svo miklu leyti sem þörf er á til að tryggja að þessari reglugerð sé beitt á samræmdan hátt, gert vettvangskönnun.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 54, 16. maí 1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 25, 7. apríl 1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og lögum nr. 60, 14. júní 2006, um varnir gegn fisksjúkdómum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 1. ágúst 2006.
F. h. r.
Níels Árni Lund.
Baldur P. Erlingsson.