Reglugerð
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 650/1994 um eftirlit með fóðri.
1.gr.
2. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 650/1994, sbr. breytingu með rg. nr. 718/1995, orðast svo:
Einungis má nota aukefnin í samræmi við fyrirmæli í VI. kafla, enda hafi þeim verið lýst í samræmi við ákvæði tilskipunar 94/40/EB og breytingu með tilskipun 95/11/EB um leiðbeiningar við mat á aukefnum í fóðri.
2.gr.
b-liður, tölul. 2,0 í IV. kafla reglugerðar nr. 650/1994, orðast svo:
b. Skinn meðhöndluð með sútunarefnum, þar með talinn úrgangur þeirra.
3.gr.
Við töflu í VI. kafla, staflið D, sem ber heitið "Hníslalyf", bætist eftirfarandi:
EB-nr. |
Aukefni |
Efnaformúla, lýsing |
Dýrategund eða -flokkur |
Hámarks aldur |
Lágmarks magn |
Hámarks magn |
Önnur ákvæði |
|
|
|
|
mg/kg heilfóðurs |
|
|
|
E 772 |
Narasín/Níkarbasín blanda af a)narasíni og b) níkarbasíni í hlutfallinu 1/1 |
a) C43 H72 O11 (pólýetere mónókar-boxýlsýra framleidd af Streptómýses aureóf-asíens) í kyrnaformi b) Efnasamband 1,3 bis (4-nítrófenýl) þvagefnis og 4,6-dímetýl pýrimídín2-ól með jöfnum mólekúl-hlutföllum í kyrna-formi. |
Holdakjúlingar |
- |
80 |
100 |
Notkun bönnuð síðustu fimm dagana fyrir slátrun. Í notkunar-leiðbeiningum komi fram: -"Hættuleg hrossum" -"Þetta fóður inniheldur jónófor: ekki er ráðlegt að nota það á sama tíma og önnur lyf." |
4.gr.
Eftirfarandi breytingar verða á töflu 3.1. um skrá yfir notkunarsvið sérfóðurs sem fylgir 3. gr. reglugerðar nr. 718/1995 um breytingu á IV. kafla reglugerðar nr. 659/1994:
a. Á eftir orðunum "Minnkun á koparinnihaldi í lifur" í dálki 1 kemur eftirfarandi viðbót:
Sérstök næringarmarkmið |
Mikilvægir næringareiginleikar |
Tegund eða flokkur dýra |
Upplýsingar á merkimiða |
Ráðlagður notkunartími |
Önnur ákvæði |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
Að draga úr óhóflegri líkamsþyngd |
Lítið orkuinnihald |
Hundar og kettir |
- Orkutildi (reiknað samkvæmt XIII. kafla A.3. |
Þar til æskilegri líkamsþyngd er náð |
Í notkunarleiðbeiningum verður að mæla með hæfilegum dagskammti. |
Afturbati með sérstöku næringarfóðri 1) |
Mikið orkuinnihald, mikið magn mikilvægra og auðmeltanlegra næringarefna |
Hundar og kettir |
- Auðmeltanleg næringarefni og meðferð þeirra ef við á - Orkugildi (reiknað samkvæmt XIII A.3.) - Innihald W -3 og W -6 fitusýra (sé þeim bætt við) |
þar til dýrið hefur náð sér að fullu |
Ef ætlast er til að fóður sé gefið með slöngu skal eftirfarandi standa á umbúðum, íláti eða merkimiða: "Aðstoð dýralæknis nauðsynleg við inngjöf" |
1) Að því er varðar kattafóður getur framleiðandi bætt við hið sérstaka nætingarmarkmið með því að vísa til "Lifrarbólgu í köttum".
b. Í töflu 3.1. kemur ný lýsing á "Mótvægi við langvinnar truflanir í mjógörn", auk viðbótar næringarmarkmiða, svohljóðandi:
Sérstök næringarmarkmið |
Mikilvægir næringareiginleikar |
Tegund eða flokkur dýra |
Upplýsingar á merkimiða |
Ráðlagður notkunartími |
Önnur ákvæði |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
Mótvægi við langvinna truflun á mjógörn |
Auðmeltanleg kolvetni, prótín og fita sem er að mestu melt áður en í mjógörn er komið |
Hestar 1) |
- Auðmeltalegir kolvetnir-, prótín- og fitugjafar og meðhöndlun þeirra, ef við á |
Allt að sex mánuðir til að byrja með |
Veita skal leiðbeiningar um hvenær notkun þessa fóðurs á við og hvernig gjöf þess skuli hagað, t.d. gefið í mörgum smáum skömmtum á dag. Upplýsingar á umbúðum, íláti eða merkimiða: "Ráðlagt er að leita álits dýralæknis fyrir notkun eða áður en notkunartími er framlengdur" |
Mótvægi við langvinnar meltingartryflanir í víðgirni |
Auðmeltanlegt tréni |
Hestar |
- Trénisgjafar - Innihald W -3 fitusýra (sé þeim bætt við) |
Allt að sex mánuðir til að byrja með |
Veita skal leiðbeiningar um: Hvenær notkun þessa fóðurs á við og hvernig gjöf þess skuli hagað Upplýsingar á umbúðum, íláti eða merkimiða: "Ráðlagt er að leita álits dýralæknis fyrir notkun eða áður en notkunartími er framlengdur" |
Að draga úr streituverkun |
Auðmeltanleg næring |
Hestar |
- Magnesíum - Auðmeltanleg næringarefni og meðhöndlun þeirra, ef við á - Innihald W -3 fitusýra (sé þeim bætt við) |
Tvær til fjórar vikur |
Veita skal leiðbeiningar um hvenær notkun þess fóðurs á við |
Mótvægi við tapi á söltum sem verður þegar dýrið svitnar mikið |
Einkum sölt og kolvetni sem eru auðveld upptöku |
Hestar |
- Kalsíum - Natríum - Magnesíum - Kalíum - Klór - Glúkósi |
Einn til þrír dagar |
Veita skal leiðbeiningar um hvenær notkun þessa fóðurs á við. Ef fóðrið er stór hluti af daglegu fóðri þarf að vekja athygli á því að varast beri snöggar fóðurbreytingar. Í notkungarleiðbeiningum komi fram:+"Dýrið verður ávallt að hafa aðgang að drykkjarvatni" |
Afturbati með sérstöku fóðri |
Mikið magn mikilvægra og auðmeltanlegra næringarefna |
Hestar |
- Auðmeltanleg næringar-efni og meðhöndlun þeirra ef við á - Innihald W -3 og W -6 fitusýra (sé þeim bætt við) |
Þar til dýrið hefur náð sér að fullu |
Veita skal leiðbeiningar um hvenær notkun þessa fóðurs á við Ef ætlast er til að fóður sé gefið með slöngu skal eftirfarandi standa á umbúðum, íláti eða merkimiða: "Aðstoð dýralæknis nauðsynleg við inngjöf" |
Stuðningur við lifrarstarfsemi vegna langvinnrar lifrarbilunar |
Lágt prótíninnihald en í háum gæðaflokki og auðmeltanleg kolvetni |
Hestar |
- Prótín- og trénisgjafar - Auðmeltanleg kolvetni og meðferð þeirra, ef við á - Meþíónín - Kólín - Innihald W -3 fitusýra (sé þeim bætt við) |
Allt að sex mánuðir til að byrja með |
Veita skal leiðbeiningar um hvernig fóðurgjöf skuli hagað, t.d. gefið í mörgum smáum skömmtum á dag. Upplýsingar á umbúðum, íláti eða merkimiða: "Ráðlagt er að leita álits dýralæknis fyrir notkun eða áður en notkunartími er framlengdur" |
Stuðningur við nýrnastarfsemi vegna langvinnrar nýrnabilunar |
Lágt prótíninnihald en í háum gæðaflokki og lágt fosfórinnihald |
Hestar |
- Prótíngjafi (prótíngjafar) - Kalsíum - Fosfór - Kalíum - Magnesíum - Natríum |
Allt að sex mánuðir til að byrja með |
Upplýsingar á umbúðum, íláti eða merkimiða: "Ráðlagt er að leita álits dýralæknis fyrir notkun eða áður en notkunartími er framlengdur" Í notkunarleiðbeiningum komi fram: "Dýrið verður ávallt að hafa aðgang að drykkjarvatni" |
1) Á umbúðir fóðurs sem er sérstaklega ætlað mjög möglum dýrum með sérþarfir (auðmeltanleg næringarefni) skal bæta ábendingunni "gömul dýr" við dýrategundina.
5.gr.
Eftirrfarandi breytingar verða á töflu í V. kafla reglugerðarinnar:
a) Í tölulið 1.0 sem ber heitið "Prótín úr eftirtöldum örveruflokkum" bætist eftirfarandi afurðaflokkur
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
Heiti afurðaflokks |
Heiti afurða |
Táknun virka næringarefnisins eða örverutegund |
Næringarefnablanda (forskrift, ef við á) |
Einkenni á samsetningu afurða |
Dýrategund |
Sérákvæði |
1.1.2. Gerlar ræktaðir með náttúrulegu gasi |
1.1.2.1.prótínríkar afurðir gerjaðar úr náttúrulegu gasi sem fæst með ræktun: Methylocococus capsulatus (Bath), Alcaligenes acidorovans, Bacillus brevis et bacillus firmus, en frumum þeirra hefur verið eytt |
Methylococcus capsulanus (Bath) stofn NCIMB 11132 Alcaligenes acidorovans stofn NCIMB 12387 Bacillus brevis stofn NCIMB 13288 Bacillus firmus stofn NCIMB 13280 |
Náttúrulegt gas: (u.þ.b. 91% metan, 5% etan, 2% própan, 0,5% ísóbútan, 0,5% n-bútan, 1% aðrir efnisþættir), ammóníak, ólífræn sölt |
Hráprótín: lágm. 65% |
- Svín 25-60 kg - Kálfar 80 kg og þyngri Laxfiskar |
Eftirfarandi skal koma fram á merkimiða eða umbúðum afutðarinnar: - heiti: "Prótínrík afurð gerjuð úr náttúrulegu gasi sem fæst með ræktun Methylococcus capsulatus (Bath), Alcaligenes acidorovans, Bacilus brevis og bacillus firmus, - hráprótín - hráaska - hráfita - rakainnihald - notkunarleiðbeiningar - hámarksmagn afurðarinnar í fóðrinu: svín - 8% kálfar - 8% Laxfiskar (ferkvatn - 19% Laxfiskar (sjór) - 33% - tilmælin: "forðist innöndun" Eftirfarandi skal koma fram á merkimiða eða umbúðum fóðurblöndunnar: - heiti: "Prótínafurð fengin með gerjun náttúrulegs gass" -innihald afurðarinnar í fóðrinu |
b) Í tölulið 3.0 sem ber heitið "Amínósýrur og sölt þeirra" í lið 3.2.2. L-lýsín (grunnur) skal gildandi lágmark í 5. dálki lækkað úr 60% í 50%.
6.gr.
Í stað töflu undir tölulið 3.0 í XIII. kafla reglugerðar nr. 650/1994 kemur eftirfarandi tafla og skýringar:
Næringarefni og fóðurgildi |
Tilgreint innihald í % og MJ/kg |
Mörk fyrir mæld frávik undir tilgreindu innihaldi |
Mörk fyrir mæld frávik yfir tilgreindu innihaldi |
Vatn |
_> 40 20 - < 40 < 20 |
|
3 prósentustig 7,50% 1,5 prósentustig |
Prótín |
_> 20 12,5 - < 20 z 12,5 |
3,2 prósentustig 16% 2 prósentustig |
6,4 prósentustig 32% 4 prósentustig |
Fita |
|
2,5 prósentustig |
2,5 prósentustig |
Tréni |
|
3 prósentustig |
1 prósentustig |
Aska |
|
4,5 prósentustig |
1,5 prósentustig |
orka í sérfóðri 1) (MJ BO / kg ) |
|
15% |
15% |
1) Aðferð við útreikning orkugildis.
Orkugildi hunda- og kattamatar með sérstök nætingarmarkmið í huga skal reiknað út í samræmi við neðangreinda líkingu á grundvelli hundraðshluta tiltekinna næringarefna. Þetta gildi skal gefið upp í megajúlum (MJ) breytiorku (BO) á hvert kílógramm af fóðri sem hér segir:
a) hunda- og kattamatur, að undanskildum kattamat með vatnsinnihaldi sem er meira en 14%:
MJ/kg BO =0,1464 X % hráprótín + 0,3556 X % hráfita + 0,1464 X % sterkja
b) kattamatur með vatnsinnihaldi sem er meira en 14%:
MJ/kg BO = (0,1632 X % hráprótín + 0,3222 S % hráfita * 0,1255 X % sterkja) - 0,2092
Þar sem hundraðshluti sterkju er reiknaður sem afgangur eftir mælingu vatns, hráösku, hráprótíns, hráfitu og fitu og trénis.
7.gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 22 29. mars 1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 13. september 1996.
F.h.r.
Guðmundur Sigþórsson.
Jón Höskuldsson.