Reglugerð
um (4.) breytingu á reglugerð nr. 650/1994 um eftirlit með fóðri,
sbr. breytingar með reglugerð nr. 718/1995,
reglugerð nr. 510/1996 og reglugerð nr. 553/1998.
1. gr.
Við 18. gr. bætist eftirfarandi málsgrein: _Ákvæði þetta gildir ekki um vörur sem afhentar eru framleiðendum fóðurblandna eða birgjum þeirra."
2. gr.
Við 19. gr. bætist eftirfarandi málsgrein: _Ákvæði þetta gildir ekki um vörur sem afhentar eru framleiðendum fóðurblandna eða birgjum þeirra".
3. gr.
Í stað þeirrar breytingar sem gerð var á töflu í VI. kafla, staflið D, tölulið 4.0 sem ber heitið _Hníslalyf", með 4. gr. reglugerðar nr. 553/1998, kemur eftirfarandi tafla:
i) Tilvísun: Fresenius Z. Anal. Chem (1984) 318:522-4, Springer Verlag 1984.
4. gr.
Töluliður 2.0 sem ber heitið _Geymsla", í staflið A, X. kafla, orðast svo:
Geyma skal aukefni og forblöndur og fóðurblöndur sem innihalda aukefni þannig að auðvelt sé að bera kennsl á þau og að ekki sé hætta á að þeim sé ruglað saman við önnur aukefni, forblöndur eða lyfjaefni, lyfjabætt fóður eða fóður. Þau skulu geymd á hentugum stöðum sem hægt er að læsa og eru sérstaklega ætlaðir til geymslu slíkra framleiðsluvara."
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru nr. 22/1994 og öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 14. apríl 1999.
Guðmundur Bjarnason.
Hjördís Halldórsdóttir.