Landbúnaðarráðuneyti

578/2005

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. - Brottfallin

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2004 frá 23. apríl 2004, sem birt var í EES-viðbæti 26. ágúst 2004, skulu reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 1873/2003 frá 24. október 2003,nr. 2011/2003, frá 14. nóvember 2003og nr. 2145/2003 frá 8. desember 2003,öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Á grundvelli ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2004 og 146/2004 frá 29. október 2004, sem birt var í EES-viðbæti 21. apríl 2005, skulu reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 324/2004 frá 25. febrúar 2004,nr. 546/2004 frá 24. mars 2004og nr. 1101/2004 frá 10. júní 2004,öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Reglugerðir Evrópusambandsins eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.


2. gr.

Með innleiðingu á reglugerðum Evrópusambandsins nr. 1873/2003,nr. 2011/2003,nr. 2145/2003,nr. 324/2004,nr. 546/2004og nr. 1101/2004,breytast ákvæði reglugerðar nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk, hvað varðar hámarksmagn leifa dýralyfja í matvælum úr dýraríkinu.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í c-lið, 2. mgr. 10. gr. laga nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, sbr. og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.


Landbúnaðarráðuneytinu, 9. júní 2005.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.
Sigríður Stefánsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica