Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Landbúnaðarráðuneyti

386/2004

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Við C-hluta 8. viðauka undir Almennt um plöntuskoðunina á eftir 2. setningu bætist eftirfarandi málsgrein:
Við framkvæmd eftirlitsins skal einnig taka mið af áorðnum breytingum á tilskipunum Evrópusambandsins nr. 66/401/EBE, 66/402/EBE, 2002/54/EB, 2002/55/EB og 2002/57/EB samkvæmt (PDF skjal)tilskipun 2003/61/EBsem birt er sem (PDF skjal)fylgiskjal 1hér á eftir, ásamt áorðnum breytingum á tilskipun 2002/57/EB samkvæmt viðauka í (PDF skjal)tilskipun 2003/45/EBsem er birt sem (PDF skjal)fylgiskjal 2hér á eftir.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og til innleiðingar á (PDF skjal)tilskipun ráðsins nr. 61/2003/EBog (PDF skjal)tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2003/45/EBsem teknar voru inn í III. kafla I. viðauka við EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 16 og 17 þann 19. mars 2004. Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 27. apríl 2004.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica