Landbúnaðarráðuneyti

784/2003

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Við 2. gr. Skilgreiningar undir Vottað fræ – (flokkur C) bætist eftirfarandi:

c) i) Við opinbera athugun reynist uppfylla framangreind skilyrði, eða
ii) þegar um er að ræða skilyrðin sem mælt er fyrir um í 8. viðauka, reynist uppfylla þessi skilyrði, annaðhvort við opinbera athugun eða við athugun sem fer fram undir opinberu eftirliti.


2. gr.

Við 3. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:
Opinber skoðun sem framkvæmd er af aðfangaeftirlitinu vegna viðurkenningar á yrkjum í landbúnaði skal vera í samræmi við og taka að minnsta kosti til þeirra einkenna sem kveðið er á um í tilskipunum Evrópusambandsins nr. 72/168/EBE og 72/180/EBE ásamt áorðnum breytingum. Tryggja skal að lágmarksskilyrðum, sem þar eru talin upp sé fullnægt við skoðun.


3. gr.

Við 5. grein um söluskilyrði bætist:
Ákvæði tilskipunar ráðsins nr. 98/95/EB sem tekin var inn í EES samninginn með ákvörðun sameigninlegu EES nefndarinnar nr. 158/2002 tekur til breytinga er varða sameiningu innri markaðarins, erfðabreytt plöntuafbrigði og erfðaauðlindir plantna og vísast til hennar í því sambandi. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 1.


4. gr.

Við 12. gr. um merkingar bætist eftirfarandi málsgrein:
Aðfangaeftirlitið getur heimilað einföldun merkinga umbúða þegar fræ í flokknum "vottað fræ" er selt í lausu til neytenda að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

a) ílát með fræi, sem á að selja beint til notanda, skal innihalda fræ sem hefur verið vottað í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar eftir því sem við á;
b) fræið skal selt beint til notanda;
c) ílátinu, sem notandinn setur fræið í, skal lokað þegar það er orðið fullt;
d) eftir því sem við á, skal taka opinbert sýni, að minnsta kosti slembisýni, þegar verið er að fylla ílátin sem um getur í c-lið;
e) upplýsingarnar á opinbera merkimiðanum skulu einnig standa á fylgiseðli sem seljandinn afhendir notandanum;
f) seljandinn skal, í lok hvers almanaksárs, tilkynna aðfangaeftirlitinu um það magn af fræi sem er selt í lausu.


5. gr.

Við 16. gr. um innsigli bætist eftirfarandi málsgrein:
Aðfangaeftirlitið getur heimilað einföldun á lokunarbúnaði þegar fræ í flokknum "vottað fræ" er selt í lausu til neytenda að uppfylltum skilyrðum sem talin eru upp í 4. mgr. 12. gr.


6. gr.

Við C-hluta 8. viðauka undir Almennt um plöntuskoðunina á eftir 1. setningu bætist eftirfarandi málsgrein:
Við framkvæmd eftirlitsins skal taka mið af nánari ákvæðum í tilskipunum Evrópusambandsins nr. 2002/53/EB, 66/401/EBE, 66/402/EBE, 2002/54/EB, 2002/55/EB og 2002/57/EB, ásamt áorðnum breytingum á tilskipun 2002/57/EB samkvæmt tilskipun 2002/68/EB sem er birt í fylgiskjali 2.


7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og til innleiðingar á tilskipun ráðsins nr. 98/95/EB og 98/96/EB sem teknar voru inn í III. kafla I. viðauka við EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 158/2002, tilskipun ráðsins nr. 2001/64/EB og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2002/8/EB sem teknar voru inn í III. kafla I. viðauka við EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 123/2002 og tilskipun ráðsins nr. 2002/68/EBsem tekin var inn í III. kafla I. viðauka við EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 40/2003. Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 9. október 2003.

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica