Tilgangur þessarar reglugerðar er að hindra útbreiðslu smitsjúkdóma í eldisdýrum við markaðssetningu lifandi eldisdýra og eldisafurða.
Reglugerð þessi gildir um markaðssetningu innan Evrópska efnahagssvæðisins og innflutning frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins á eldisdýrum og afurðum þeirra. Með reglugerðinni er kveðið nánar á um þær heilbrigðiskröfur sem gerðar eru við markaðssetningu á eldisdýrum og afurðum þeirra.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1. | Eldisafurðir: afurðir af eldisdýrum, hvort sem þær eru ætlaðar til ræktunar eða til manneldis. |
2. | Eldisdýr: lifandi fiskur, krabbadýr eða lindýr frá eldisstöð, óháð þroskastigi, að meðtöldum dýrum sem lifa upprunalega villt en eru ætluð fyrir eldisstöð. |
3. | Eldisstöð: starfsstöð eða almennt landfræðilega skilgreint mannvirki þar sem eldisdýr eru ræktuð eða alin með markaðssetningu í huga. |
4. | Evrópska efnahagsvæðið: samanstendur af aðildarríkjum Evrópusambandsins ásamt Noregi og Íslandi og er nefnt EES í reglugerð þessari. |
5. | Markaðssetning: geymsla eða sýning eldisdýra og afurða í þeim tilgangi að selja eldisdýrin og afurðirnar, bjóða til sölu, afhenda eða framselja með einhverjum öðrum hætti eða setja á markað innan EES, að smásölu undanskilinni. |
6. | Opinber eftirlitsaðili: embætti yfirdýralæknis og fulltrúi þess hér á landi en erlendis önnur sambærileg stofnun sem er tilnefnd af þar til bæru yfirvaldi aðildarríkis innan EES eða lands utan EES (þriðja lands) og ber ábyrgð á eftirlitinu sem kveðið er á um í þessari reglugerð. |
7. | Viðurkennd eldisstöð: eldisstöð sem uppfyllir, eftir því sem við á, kröfurnar í I., II. eða III. hluta viðauka C og er viðurkennd sem slík. |
8. | Viðurkennd rannsóknastofa: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, fisksjúkdómadeild hér á landi en erlendis önnur sambærileg stofnun sem tilnefnd er af þar til bæru yfirvaldi aðildarríkis innan EES eða lands utan EES (þriðja lands). |
9. | Viðurkennt svæði: svæði sem uppfyllir, eftir því sem við á, ákvæði I., II. eða III. hluta viðauka B og er viðurkennt sem slíkt. |
10. | Þriðja land: land sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. |
Innflytjandi skal tilkynna yfirdýralækni með 24 klst. fyrirvara um fyrirhugaðan innflutning (markaðssetningu) eldisdýra og afurða þeirra.
Tilkynning skal vera skrifleg og í henni skulu koma fram upplýsingar um áætlaðan komutíma, innflutningsstað, magn, tegund, lýsingu á vöru og ákvörðunarstað, nafn flutningatækis og eftir því sem við á, skipaskrárnúmer eða flugnúmer. Heimilt er að senda tilkynningu á tölvutæku formi.
Flytja skal eldisdýr eins fljótt og unnt er til viðtökustaða með flutningatæki sem hefur verið hreinsað og, ef með þarf, sótthreinsað fyrirfram með sótthreinsiefni. Flutningur skal fara þannig fram að heilbrigði dýrannna sé tryggt. Flutningstæki og búnaður þess skal þrifinn og sótthreinsaður fyrirfram með sótthreinsiefni sem er opinberlega viðurkennt í sendingaraðildarríkinu og skal fylgja opinbert vottorð þar um.
Ef vatn er notað í landflutningum skulu flutningatækin þannig úr garði gerð að vatn geti ekki lekið út meðan á flutningunum stendur. Flutningar skulu fara þannig fram að heilbrigði dýranna sé tryggt, einkum með því að skipta um vatn í samræmi við viðauka D.
Ef ekki er kveðið á um annað í reglugerð þessari, skal heilbrigðisvottorð frá opinberum eftirlitsaðila fylgja hverri vörusendingu af lifandi eldisdýrum, hrognum og sviljum. Hver vörusending skal greinilega auðkennd svo að unnt sé að rekja hana til baka til upprunaeldisstöðvarinnar og sannreyna, eftir því sem við á, tengsl dýranna eða afurðanna við upplýsingarnar sem fram koma á meðfylgjandi flutningsskýrslu og heilbrigðisvottorði. Eyðublöð fyrir flutningsskýrslur skulu vera rituð á tungumáli sendingarríkis og viðtökuríkis.
Heilbrigðisvottorð skal uppfylla eftirtalin skilyrði:
1. | vera útgefið af opinberum eftirlitsaðila á upprunastað; | |
a. | innan 48 klukkustunda fyrir fermingu vegna flutnings til landa innan EES, | |
b. | þann dag sem vörusendingin er afhent til flutnings vegna markaðssetningar frá landi utan EES, | |
2. | vera ritað á opinberu tungumáli bæði brottfarar- og viðtökulands. Vegna innflutnings frá löndum utan EES skal vottorðið einnig vera ritað á opinberu tungumáli landamærastöðvar. Embætti yfirdýralæknis getur veitt undanþágu frá þessum tölulið enda hafi það ekki áhrif á starf opinbers eftirlitsaðila, | |
3. | vera ein pappírsörk, | |
4. | vera útgefið til eins viðtakanda, | |
5. | fylgja vörusendingunni í frumriti, | |
6. | gilda í mesta lagi í 10 daga frá útgáfudegi. |
Heilbrigðisvottorð skal jafnframt innihalda upplýsingar um tegund, magn og uppruna og staðfesta að eldisdýrin eða tilteknar afurðir uppfylli kröfur þessarar reglugerðar.
Við markaðssetningu á lifandi eldisdýrum og eldisafurðum skulu eftirfarandi skilyrði vera uppfyllt:
1. | Lifandi eldisdýr skulu á fermingardegi uppfylla eftirtalin skilyrði; | |
a) | ekki sýna nein klínisk sjúkdómseinkenni, | |
b) | ekki vera ætluð til förgunar eða slátrunar samkvæmt áætlun ríkis um niðurskurð vegna sjúkdóms, sem tilgreindur er í viðauka A og | |
c) | ekki koma frá eða hafa komist í snertingu við dýr frá eldisstöð eða svæði sem um gilda opinberar takmarkanir vegna staðfestrar sýkingar eða rökstudds gruns um sjúkdóma sem tilgreindir eru á skrá I, II eða III í viðauka A. | |
2. | Eldisafurðir settar á markað til ræktunar, svo sem hrogn og svil, skulu vera af dýrum sem fullnægja skilyrðum 1. töluliðar. | |
3. | Eldisafurðir settar á markað til manneldis skulu vera af dýrum sem fullnægja skilyrðum a-liðar, 1. töluliðs. |
Lifandi fiskur og lindýr, hrogn og svil þeirra, sem tilheyra smitnæmum tegundum tilgreindum í 2. dálki, skrá II, viðauka A, og flytja á til viðurkennds svæðis eða viðurkenndrar eldisstöðvar, skulu koma frá viðurkenndu svæði eða viðurkenndri eldisstöð. Þetta skal staðfest í heilbrigðisvottorði. Flutningsskýrsla skal fylgja sendingum í samræmi við viðauka E.
Lifandi fiskur og lindýr, hrogn og svil þeirra, sem ekki tilheyra smitnæmum tegundum tilgreindum í 2. dálki, skrá II, viðauka A, og flytja á til viðurkennds svæðis eða viðurkenndrar eldisstöðvar, skulu koma frá:
1) | viðurkenndu svæði eða, |
2) | viðurkenndri eldisstöð, eða |
3) | frá eldisstöð sem ekki er í tengslum við vatnasvæði, hafströnd, lón eða ármynni og sem ekki hafa fisk eða lindýr af tegundum sem eru tilgreindar í 2. dálki, skrá II, viðauka A. |
Skilyrði samkvæmt 1. mgr. skulu staðfest í heilbrigðisvottorði. Flutningsskýrsla skal fylgja sendingum í samræmi við viðauka E.
Villtur fiskur, lindýr og krabbadýr, að meðtöldum hrognum og sviljum, sem flytja skal á viðurkennt svæði eða í viðurkennda eldisstöð, skulu koma frá viðurkenndu svæði.
Þar sem dýr eru fönguð á opnu hafi til undaneldis á viðurkenndu svæði eða í viðurkenndri eldisstöð, skal setja dýrin í einangrun eftir leiðbeiningum og undir eftirliti opinbers eftirlitsaðila.
Fiskur sem er smitnæmur fyrir sjúkdómum sem eru tilgreindir í 1. dálki, skrá II, viðauka A, og flytja á frá svæði eða eldisstöð, sem ekki er viðurkennd, til viðurkennds svæðis eða viðurkenndrar eldisstöðvar, skal aflífaður og slægður fyrir flutning.
Við útflutning óslægðs atlantshafslax, sjóbirtings og regnbogasilungs með uppruna á Íslandi skal framleiðslan ekki koma frá eldisstöð með takmarkanir vegna rökstudds gruns eða staðfests tilviks um blóðþorra (ISA). Slíkur útflutningur skal heldur ekki eiga sér stað frá svæði sem liggur innan eftirlitssvæðis vegna blóðþorra (ISA), sbr. reglugerð nr. 665/2001 um viðbrögð við smitsjúkdómum.
Lifandi lindýr, sem eru smitnæm fyrir sjúkdómum, sem tilgreindir eru í 1. dálki, skrá II, viðauka A, og flytja á frá svæði sem ekki er viðurkennt til viðurkennds svæðis skal afhenda annaðhvort beint til manneldis eða til lagmetisiðnaðarins. Slík lifandi lindýr má geyma um stundarsakir í keri, þar sem opinber eftirlitsaðili hefur viðurkennt kerfi til sótthreinsunar á frárennslisvatni. Geymsla um stundarsakir má ekki eiga sér stað í eldisstöð.
Lifandi krabbadýr til manneldis skal sjóða við komu á áfangastað eða geyma í keri með viðurkenndri sótthreinsun á frárennslisvatni, sbr. 3. mgr. Geymsla um stundarsakir má ekki eiga sér stað í eldisstöð.
Um eftirlit með markaðssetningu lifandi eldisdýra, hrogna og svilja innan EES fer samkvæmt reglugerð nr. 525/2003 um dýraheilbrigðiseftirlit með innflutningi eldisdýra.
Um eftirlit með markaðssetningu afurða eldisdýra innan EES að öðru leyti skal fara samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 849/1999 um eftirlit með innflutningi sjávarafurða eftir því sem við á.
Við ákvarðanir um sýnatökuáætlanir og greiningaraðferðir til að nota við greiningu og staðfestingu sjúkdóma sem um getur í 1. dálki viðauka A innan EES skal fara eftir ákvæðum reglugerðar nr. 527/2003 um sýnatökuáætlanir og greiningaraðferðir við greiningu og staðfestingu á fisksjúkdómunum iðradrepi og veirublæðingu.
Lifandi eldisdýr og afurðir þeirra má flytja inn frá löndum utan EES, ef viðkomandi land eða landsvæði er talið upp á sérstakri skrá Evrópusambandsins yfir viðurkennd lönd. Að öðru leyti gilda reglur II. og III. kafla þessarar reglugerðar um innflutning frá þessum löndum eftir því sem við á.
Vottorð útgefið af opinberum eftirlitsaðila í þriðja landi skal fylgja lifandi eldisdýrum og afurðum þeirra sem flutt eru inn til landsins ritað á sérstök eyðublöð sem yfirdýralæknir gefur út og uppfylla eftirtalin skilyrði: a) vera útgefið þann dag sem vörusendingin er afhent til afgreiðslu hér á landi, b) fylgja vörusendingunni í frumriti, c) staðfesta að eldisdýrin og tilteknar afurðir uppfylli kröfur þessarar reglugerðar og þær sem settar eru í tengslum við hana vegna innflutningsins, d) gilda í 10 daga, e) vera ein pappírsörk og f) vera gert fyrir einn viðtakanda.
Eftirlit með innflutningi eldisdýra, hrogna og svilja frá þriðju löndum skal vera í samræmi við ákvæði regugerðar nr. 525/2003 um dýraheilbrigðiseftirlit með innflutningi eldisdýra.
Eftirlit með innflutningi afurða eldisdýra frá þriðju löndum skal að öðru leyti fara eftir ákvæðum reglugerðar nr. 849/1999 um eftirlit með innflutningi sjávarafurða eftir því sem við á.
Landbúnaðarráðuneytið heldur skrár yfir viðurkennd svæði og starfsstöðvar innan EES samkvæmt III. kafla og birtir í Stjórnartíðindum. Jafnframt skal landbúnaðarráðuneytið halda skrá yfir ríki, svæði og starfsstöðvar sem innflutningur er heimill frá utan Evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt IV. kafla og birta í Stjórnartíðindum.
Opinber eftirlitsaðili, eins og hann er skilgreindur í 5. tl. 3. gr., hérlendis embætti yfirdýralæknis, fer með eftirlit vegna þessarar reglugerðar.
Embætti yfirdýralæknis er heimilt, í undantekningatilvikum, að veita undanþágur frá ákvæðum þessarar reglugerðar og setja skilyrði fyrir slíkri undanþágu.
Landbúnaðarráðherra er jafnframt heimilt, í samráði við embætti yfirdýralæknis, að takmarka eða banna markaðssetningu tiltekinna eldisdýra og afurða þeirra til tiltekins lands eða landsvæðis telji hann að slíkur flutningur valdi eða sé líklegur til að valda útbreiðslu sjúkdóma.
Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, laga nr. 54/1990 um innflutning dýra og laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim eftir því sem við á.
Með mál út af brotum á reglum samkvæmt reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim með síðari breytingum, sbr. bráðabirgðalög nr. 103/2003 og með hliðsjón af tilskipunum Evrópusambandsins nr. 91/67/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 93/54/EBE, 95/22/EB, 97/78/EB, 97/79/EB og 98/45/EB.
Reglugerð þessi öðlast gildi 21. júlí 2003 en frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 484/2003 um sama efni með síðari breytingum.
Dálkur 1
|
Dálkur 2
|
Sjúkdómur
|
Smitnæmar tegundir
|
Skrá I
Fiskur:Blóðþorri (ISA) |
Lax (Salmo salar L.) |
Skrá II
Fiskur:Veirublæðing (VHS) Iðradrep (IHN) Lindýr: Ostruveiki (Bonomia ostreae) Marteilíuveiki (Marteilia refringens) |
Laxfiskar (Salmo sp., Salvelinus sp., Oncorhyncus sp.) Harri (Thymallus thymallus) Tjarnasíld (Coregonus spp.) Gedda (Esox lucius) Sandhverfa (Scophthalmus maximus)Laxfiskar (Salmo sp., Salvelinus sp., Oncorhyncus sp.) Gedduseiði (Esox lucius)Ostra (Ostrea edulis) Ostra (Ostrea edulis) |
Skrá III
Fiskur:Brisdrep (IPN) Vorveira í vatnakarpa (SVC) Nýrnaveiki (BKD) (Renibacterium salmoninarum)Kýlaveiki (Aeromonas salm. ssp. salmonicida)Rauðmunnaveiki (Yersinia ruckeri) Krabbapest (Aphanomycosis astaci) |
Laxfiskar (Salmo sp., Salvelinus sp., Oncorhyncus sp.) Áll (Anguilla anguilla) Lúða (Hippoglossus hippoglossus L.) Sandhverfa (Scophthalmus maximus) Þorskur (Gadus morhua) Barri (Dicentrarchus labrax)Vatnakarpi (Cyprinus carpio)Laxfiskar (Salmo sp., Salvelinus sp., Oncorhyncus sp.)Laxfiskar (Salmo sp., Salvelinus sp., Oncorhyncus sp.)Laxfiskar (Salmo sp., Salvelinus sp., Oncorhyncus sp.) Áll (Anguilla anguilla) Sandhverfa (Scophthalmus maximus) Straumlalli (Notropis atherinoides)Lax (Salmo salar L.) |
A. | Skilgreining á meginlandssvæðum. | |||
Með meginlandssvæði er átt við; | ||||
– | hluta yfirráðasvæðis sem nær yfir heilt vatnasvið frá upptökum vatnsfallanna að árósum þar sem sjávarfalla gætir, eða eins eða fleiri vatnasviða, þar sem fiskur er ræktaður, veiddur eða alinn, eða | |||
– | hluta vatnasviðs frá upptökum vatnsfallanna að náttúrulegri eða tilbúinni stíflu sem kemur í veg fyrir að fiskurinn fari niður fyrir þá stíflu. | |||
Stærð og landfræðileg lega meginlandssvæðis skal vera þannig að líkur á endursmitun, t.d. vegna farfisks, séu í lágmarki. Þetta getur haft þá þýðingu að ákveða verði stíflusvæði þar sem eftirlit fer fram án þess að svæðið verði flokkað sem viðurkennt svæði. | ||||
B. | Viðurkenning. | |||
Til að hljóta viðurkenningu skal meginlandssvæði fullnægja eftirfarandi kröfum; | ||||
1. | allur fiskur skal vera laus við klínísk einkenni eða önnur merki um einn eða fleiri af þeim sjúkdómum sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A, í að minnsta kosti fjögur ár; | |||
2. | allar eldisstöðvar á meginlandssvæðinu skulu vera undir eftirliti opinberra eftirlitsaðila; | |||
Heilbrigðisskoðun skal hafa farið fram tvisvar á ári í fjögur ár á þeim árstíma þegar vatnshitastig skapar skilyrði fyrir þróun þessara sjúkdóma. | ||||
Heilbrigðisskoðun skal að lágmarki fela í sér: | ||||
– | skoðun á fiski þar sem einhver afbrigði koma fram, | |||
– | töku sýna sem senda skal eins fljótt og kostur er til viðurkenndrar rannsóknastofu þar sem fram fer greining á viðkomandi smitefnum. | |||
Hins vegar geta svæði sem reynslan hefur sýnt að sjúkdómar sem um getur í 1. dálki, skráa I og II, viðauka A, finnast ekki hlotið viðurkenningu ef: | ||||
a) | landfræðileg lega er þannig að sjúkdómar eigi ekki greiða leið að svæðinu; | |||
b) | opinbert heilbrigðiseftirlit hefur verið í lengri tíma, minnst tíu ár með eftirfarandi hætti: | |||
– | reglulegt eftirlit hefur verið haft með öllum eldisstöðvum, | |||
– | notað hefur verið sjúkdómatilkynningakerfi, | |||
– | ekkert sjúkdómstilvik hefur verið skráð, | |||
– | samkvæmt gildandi reglum hefur aðeins verið unnt að flytja inn á viðkomandi svæði hrogn, fiska eða svil frá ósmituðum svæðum eða eldisstöðvum sem opinbert eftirlit er haft með gegn framvísun heilbrigðisvottorða sem uppfylla skilyrði 6. gr. | |||
Heimilt er að stytta tíu ára tímabilið sem um getur í b-lið í fimm ár á grundvelli niðurstaðna rannsókna sem fram hafa farið á vegum opinbers eftirlitsaðila í því aðildarríki sem sækir um slíkt, að því tilskildu að auk þeirra krafna sem um getur í b-lið hafi heilbrigðisskoðun farið fram að minnsta kosti tvisvar á ári í reglubundnu eftirliti með öllum eldisstöðvum, sem um getur hér að framan, sem að lágmarki felst í: | ||||
- | skoðun á fiski þar sem einhver afbrigði koma fram, | |||
- | töku sýna úr að minnsta kosti 30 fiskum í hverri heimsókn. | |||
Aðildarríki sem vilja nýta sér ákvæðin um skráningu upplýsinga skulu hafa sent beiðni um slíkt eigi síðar en 31. desember 1996. | ||||
3. | ef engin eldisstöð er á meginlandssvæði sem á að viðurkenna verða opinberir eftirlitsaðilar að hafa gert það að skilyrði að heilbrigðisskoðun fari fram á fiski á lægri hluta vatnasviðsins tvisvar á ári í fjögur ár, í samræmi við 2. lið; | |||
4. | rannsóknastofurannsóknir á fiski sem er tekinn við heilbrigðisskoðun hafi sýnt neikvæðar niðurstöður að því er viðkomandi smitefni varðar. | |||
5. | Þegar aðildarríki sækir um viðurkenningu fyrir vatnsöflunarsvæði eða hluta vatnsöflunarsvæðis sem á upptök sín í aðliggjandi aðildarríki, eða sem er sameiginlegt tveimur aðildarríkjum, gilda eftirfarandi ákvæði: | |||
– | þau tvö aðildarríki sem um ræðir skulu samtímis sækja um viðurkenningu í samræmi við málsmeðferð í 5. eða 10. gr. tilskipunar Evrópusambandsins nr. 91/67/EBE, | |||
– | ef þörf krefur skal framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í samræmi við málsmeðferðina í 26. gr. tilskipunar 91/67/EBE og eftir að hafa athugað umsóknirnar og kannað og metið heilbrigðisástandið, setja öll nauðsynleg ákvæði til að unnt sé að veita slíka viðurkenningu. | |||
Aðildarríkin skulu í samræmi við tilskipun 89/608/EBE1) veita hvert öðru gagnkvæma aðstoð við beitingu ákvæða þessarar tilskipunar, einkum þessarar málsgreinar. | ||||
1) Stjórnartíðindi EB nr. L 351, 2. 12. 1989, bls. 34. |
||||
C. | Viðurkenningu haldið við. | |||
Meginlandssvæði skal fullnægja eftirfarandi kröfum til að halda viðurkenningu: | ||||
1. | fiskur sem er fluttur á svæðið skal eingöngu koma frá öðru viðurkenndu svæði eða frá viðurkenndri eldisstöð; | |||
2. | heilbrigðisskoðun skal fara fram tvisvar á ári á hverri eldisstöð í samræmi við 3. lið í B-hluta nema á eldisstöðvum seiðastofns, þar skal heilbrigðisskoðun fara fram einu sinni á ári. Þó skulu sýni tekin á víxl í 50% af fiskeldisstöðvunum á meginlandssvæðinu á hverju ári; | |||
3. | niðurstöður rannsóknastofurannsókna á fiski sem hefur verið tekinn við heilbrigðisskoðun skulu hafa verið neikvæðar að því er varðar sjúkdóma sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A; | |||
4. | þeir aðilar sem reka eldisstöðvar eða þeir aðilar sem bera ábyrgð á aðflutningi fisks skulu halda skrá þar sem fram koma allar nauðsynlegar upplýsingar svo að unnt sé að hafa óslitið eftirlit með heilbrigði fisksins. | |||
D. | Tímabundin niðurfelling, endurnýjun og afturköllun viðurkenningar. | |||
1. | Tilkynna skal eins fljótt og kostur er til opinbers eftirlitsaðila óvænt dauðsföll eða önnur einkenni þar sem grunur gæti leikið á að fisksjúkdómur sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A hafi komið upp. Hann skal þegar í stað fella niður um tíma viðurkenningu svæðisins eða hluta þess, að því tilskildu að sá hluti svæðisins sem enn hefur stöðu viðurkennds svæðis sé áfram í samræmi við skilgreininguna í A-lið; | |||
2. | Úrtak með að minnsta kosti 10 sýktum fiskum skal sent til viðurkenndrar rannsóknastofu til greiningar á viðkomandi smitefnum. Opinberum eftirlitsaðila skal umsvifalaust tilkynnt um niðurstöður prófsins. | |||
3. | Ef niðurstöður smitefnagreiningarinnar eru neikvæðar, enda þótt aðrar niðurstöður kunni að vera jákvæðar, skal opinber eftirlitsaðili endurnýja viðurkenninguna. | |||
4. | Ef ekki er unnt að gera sjúkdómsgreiningu skal frekari heilbrigðisskoðun fara fram innan 15 daga frá því að fyrsta úrtak var tekið og taka skal nógu marga sýkta fiska og senda þá til viðurkenndrar rannsóknastofu til smitefnagreiningar. Fáist aftur neikvæðar niðurstöður eða séu ekki fleiri fiskar sýktir endurnýjar opinber eftirlitsaðili viðurkenninguna. | |||
5. | Ef niðurstöðurnar eru jákvæðar skal opinber eftirlitsaðili afturkalla viðurkenningu svæðisins eða hluta svæðisins sem um getur í 1. lið. | |||
6. | Endurnýjun á viðurkenningu svæðis eða hluta svæðis sem um getur í 1. lið er háð eftirfarandi skilyrðum: | |||
a) | komi upp sjúkdómur: | |||
– | skal allur fiskur í sýktu eldisstöðinni hafa verið aflífaður og farga skal fiski sem er smitaður, | |||
– | sótthreinsa skal öll tæki og búnað í samræmi við þær reglur sem opinber eftirlitsaðili setur; | |||
b) | þegar sjúkdómnum hefur verið útrýmt verður viðkomandi svæði aftur að fullnægja kröfum sem fram koma í þætti B. | |||
7. | Þar til bært stjórnvald skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og hinum aðildarríkjunum innan EES um tímabundna niðurfellingu, endurútgáfu eða afturköllun á viðurkenningu svæðis eða hluta svæðis eins og um getur í 1. lið. |
A. | Strandsvæði er landfræðilega vel afmarkaður hluti strandar, hafsvæðis eða ármynnis og myndar einsleitt vatnskerfi eða röð slíkra kerfa. |
Ef nauðsyn krefur má líta svo á að strandsvæði sé myndað af hluta strandar eða hafsvæðis eða ármynnis sem er milli mynnis tveggja vatnsfalla eða af hluta strandar eða hafsvæðis eða ármynnis þar sem er ein eldisstöð eða fleiri, að því tilskildu að gert sé ráð fyrir stíflusvæði báðum megin við eldisstöðina eða stöðvarnar. | |
B. | Viðurkenning. |
Til að hljóta viðurkenningu verður strandsvæði fyrir fisk að fullnægja kröfum sem eru settar vegna meginlandssvæða og um getur í þætti B í I. hluta. | |
C. | Viðurkenningu haldið við. |
Fullnægja verður kröfunum sem eru settar í þætti C í I. hluta til að halda viðurkenningu. | |
D. | Tímabundin niðurfelling, endurnýjun og afturköllun viðurkenningar. |
Sömu reglur gilda og fram koma í þætti D í I. hluta; ef svæðið er myndað af röð vatnasvæða getur tímabundin niðurfelling, endurnýjun og afturköllun viðurkenningar samt sem áður átt við hluta af þessari vatnasvæðaröð ef sá hluti er landfræðilega skýrt afmarkaður og er einsleitt vatnasvæði, að því tilskildu að sá hluti sem enn er viðurkenndur sé áfram í samræmi við skilgreininguna í þætti A. |
A. | Skilgreining. | |||
Strandsvæði verður að uppfylla skilgreininguna sem kemur fram í þætti A í II. hluta. | ||||
B. | Viðurkenning. | |||
Til að hljóta viðurkenningu verður strandsvæði að fullnægja eftirfarandi kröfum: | ||||
1. | öll lindýr verða að vera laus við klínísk einkenni eða önnur merki um einn eða fleiri af sjúkdómum sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A í að minnsta kosti tvö ár; | |||
2. | allar eldisstöðvar á strandsvæðinu skulu vera undir eftirliti opinberra eftirlitsaðila. Það fer eftir þróun viðkomandi smitefna hversu oft heilbrigðisskoðun fer fram. | |||
Við heilbrigðisskoðun eru sýni tekin og send eins fljótt og kostur er til viðurkenndrar rannsóknastofu þar sem fram fer greining á viðkomandi smitefnum; | ||||
3. | ef engin eldisstöð er á strandsvæði skal opinber eftirlitsaðili gera það að skilyrði að heilbrigðisskoðun fari fram á lindýrum í samræmi við 2. lið, svo oft sem hæfir þróun viðkomandi smitefna. Sýni hins vegar nákvæm skoðun á dýralífinu að engin lindýr fyrirfinnist á svæðinu af tegundum sem eru smitnæmar eða arfberar getur opinberi eftirlitsaðilinn viðurkennt svæðið áður en lindýr eru flutt þangað; | |||
4. | rannsóknastofurannsóknir á lindýrum sem eru tekin við heilbrigðisskoðun hafi sýnt neikvæðar niðurstöður að því er viðkomandi smitefni varðar. | |||
Við viðurkenningu má taka tillit til þess að reynslan hafi sýnt að sjúkdómarnir sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A finnist ekki. | ||||
C. | Viðurkenningu haldið við. | |||
Fullnægja þarf eftirfarandi kröfum til að halda viðurkenningu: | ||||
1. | lindýr sem eru flutt á strandsvæðið skulu koma frá öðru viðurkenndu strandsvæði eða frá viðurkenndri eldisstöð á strandsvæði sem hefur ekki hlotið viðurkenningu; | |||
2. | heilbrigðisskoðun skal fara fram í hverri eldisstöð í samræmi við 2. lið í þætti B, svo oft sem hæfir þróun viðkomandi smitefna; | |||
3. | niðurstöður rannsóknastofurannsókna á lindýrum sem hafa verið tekin við heilbrigðisskoðun skulu hafa verið neikvæðar að því er varðar sjúkdómana sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A; | |||
4. | þeir sem reka eldisstöðvar eða þeir sem bera ábyrgð á aðflutningi lindýra skulu halda skrá þar sem fram koma allar nauðsynlegar upplýsingar svo að unnt sé að hafa óslitið eftirlit með heilbrigði lindýranna. | |||
D. | Tímabundin niðurfelling, endurnýjun og afturköllun viðurkenningar. | |||
1. | Tilkynna skal eins fljótt og kostur er til opinbers eftirlitsaðila óvænt dauðsföll eða önnur einkenni þar sem grunur gæti leikið á að lindýrasjúkdómur sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A hafi komið upp. Hann skal þegar í stað fella niður um tíma viðurkenningu svæðisins eða, ef svæðið er myndað af röð vatnasvæða getur tímabundin niðurfelling, endurnýjun og afturköllun viðurkenningar samt sem áður átt við hluta af þessari vatnasvæðaröð ef sá hluti er landfræðilega skýrt afmarkaður og er einsleitt vatnasvæði, að því tilskildu að sá hluti sem enn er viðurkenndur sé áfram í samræmi við skilgreininguna í þætti A. | |||
2. | Úrtak með sýktum lindýrum skal sent til viðurkenndrar rannsóknarstofu til greiningar á viðkomandi smitefnum. Opinberum eftirlitsaðila skal umsvifalaust tilkynnt um niðurstöður prófsins. | |||
3. | Ef niðurstöður smitefnagreiningarinnar eru neikvæðar, enda þótt aðrar niðurstöður kunni að vera jákvæðar, skal viðurkenningin endurnýjuð. | |||
4. | Ef ekki er unnt að gera sjúkdómsgreiningu skal frekari heilbrigðisskoðun fara fram innan 15 daga frá því að fyrsta úrtak var tekið og taka skal nógu mörg sýkt lindýr og senda þau til viðurkenndrar rannsóknastofu til smitefnagreiningar. Fáist aftur neikvæðar niðurstöður eða séu ekki fleiri lindýr sýkt endurnýjar opinber eftirlitsaðili viðurkenninguna. | |||
5. | Ef niðurstöðurnar eru jákvæðar skal opinber eftirlitsaðili afturkalla viðurkenningu svæðisins eða hluta svæðisins eins og um getur í 1. lið. | |||
6. | Endurnýjun á viðurkenningu svæðis eða hluta svæðis, eins og um getur í 1. lið, er háð eftirfarandi skilyrðum: | |||
a) | komi upp sjúkdómur: | |||
– | skal farga öllum lindýrum sem eru smituð eða sýkt, | |||
– | sótthreinsa skal öll tæki og búnað í samræmi við þær reglur sem opinbera þjónustustofnunin setur; | |||
b) | þegar sjúkdómnum hefur verið útrýmt þarf viðkomandi svæði aftur að fullnægja kröfum sem fram koma í þætti B. | |||
7. | Þar til bært stjórnvald skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og hinum aðildarríkjum innan EES um tímabundna niðurfellingu, endurútgáfu og afturköllun á viðurkenningu svæðis eða hluta svæðis, eins og um getur í 1. lið. |
A. | Viðurkenning. | |||
Til að hljóta viðurkenningu verður eldisstöð að fullnægja eftirfarandi kröfum: | ||||
1. | Vatn skal koma úr brunni, borholu eða uppsprettu. Þegar slíkir vatnsöflunarstaðir eru í ákveðinni fjarlægð frá eldisstöðinni skal vatnið leitt beint til hennar um rör eða, með samþykki viðkomandi opinbers eftirlitsaðila, eftir opnum skurði eða náttúrulegri rás, að því tilskildu að slíkt sé ekki uppspretta smits fyrir viðkomandi eldisstöð og villtur fiskur komist ekki inn í hana. Vatnsrásin skal vera undir eftirliti eldisstöðvarinnar eða, ef því verður komið við, viðkomandi opinbers eftirlitsaðila. | |||
2. | Náttúrulegar eða tilbúnar hindranir verða að vera forstreymis til að koma í veg fyrir að fiskur gangi upp í viðkomandi eldisstöð. | |||
3. | Ef nauðsyn krefur skal eldisstöð varin gegn flóðum og því að vatn geti þrengt sér inn. | |||
4. | Eldisstöð skal að breyttu breytanda fullnægja kröfunum sem um getur í þætti B í I. hluta viðauka B. Þegar sótt er um viðurkenningu á grundvelli skráðra upplýsinga og opinbert eftirlitskerfi hefur verið starfrækt í tíu ár skal hún fullnægja eftirfarandi viðbótarkröfum: | |||
– | Klínisk rannsókn skal hafa farið fram í eldisstöðinni að minnsta kosti árlega og sýni tekin og kannað á viðurkenndri rannsóknastofu hvort um viðkomandi smitefni er að ræða. | |||
5. | Viðkomandi opinber eftirlitsaðili getur gripið til viðbótarráðstafana gagnvart eldisstöðinni sé slíkt talið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að sjúkdómar komi upp. Slíkar ráðstafanir geta falist í því að koma upp stíflusvæði umhverfis stöðina þar sem eftirlitsáætlun er fylgt og koma á vörnum gegn innkomu hugsanlegra sjúkdómsvalda eða smitbera. | |||
6. | Samt sem áður: | |||
a) | er heimilt að viðurkenna nýja eldisstöð, sem fullnægir kröfunum sem um getur í l., 2., 3. og 5. lið og hefur starfsemi sína með fiski, hrognum eða sviljum frá viðurkenndu svæði eða viðurkenndri eldisstöð sem er á svæði sem er ekki viðurkennt, án þess að fram fari sú sýnataka sem er krafist vegna viðurkenningar eldisstöðvar; | |||
b) | er heimilt að viðurkenna eldisstöð, sem fullnægir kröfunum sem um getur í 1., 2., 3. og 5. lið og hefur starfsemi að nýju eftir hlé með fiski, hrognum eða sviljum frá viðurkenndu svæði eða viðurkenndri eldisstöð sem er á svæði sem er ekki viðurkennt, án þess að fram fari sú sýnataka sem er krafist vegna viðurkenningar eldisstöðvar, að því tilskildu að: | |||
– | viðkomandi opinber eftirlitsaðili þekki heilbrigðissögu eldisstöðvarinnar fjögur undanfarin ár; hafi viðkomandi stöð hins vegar verið starfrækt skemur en fjögur ár skal miða við þann rauntíma sem hún hefur verið í rekstri, | |||
– | ekki hafi verið gerðar ráðstafanir í eldisstöðinni á sviði dýraheilbrigðis vegna þeirra sjúkdóma sem taldir eru upp í skrá II í viðauka A og ekki sé vitað um slík sjúkdómstilfelli áður í stöðinni, | |||
– | eldisstöðin sé þrifin og sótthreinsuð og látin standa auð í að minnsta kosti 15 daga undir opinberu eftirliti áður en fiskur, hrogn eða svil eru flutt inn í hana. | |||
B. | Viðurkenningu haldið við. | |||
Fullnægja verður kröfunum sem eru settar í þætti C í I. hluta viðauka B til að halda viðurkenningu. Þó skal taka sýni einu sinni á ári. | ||||
C. | Tímabundin niðurfelling, endurnýjun og afturköllun viðurkenningar. | |||
Sömu reglur gilda og fram koma í þætti D í I. hluta viðauka B. |
A. | Viðurkenning. | |||
Til að hljóta viðurkenningu verður eldisstöð að fullnægja eftirfarandi kröfum: | ||||
1. | Hún skal fá vatn í gegnum kerfi sem er með búnaði til að eyða smitefnum sjúkdómanna sem um getur í 1. dálki, skrá II í viðauka A. | |||
2. | Hún skal, að breyttu breytanda, fullnægja kröfum sem eru settar í þætti B í II. hluta viðauka B. | |||
3. | Samt sem áður: | |||
a) | er heimilt að viðurkenna nýja eldisstöð, sem fullnægir kröfunum sem um getur í l. og 2. lið og hefur starfsemi sína með fiski, hrognum eða sviljum frá viðurkenndu svæði eða viðurkenndri eldisstöð sem er á svæði sem er ekki viðurkennt, án þess að fram fari sú sýnataka sem er krafist vegna viðurkenningar eldisstöðvar; | |||
b) | er heimilt að viðurkenna eldisstöð, sem fullnægir kröfunum sem um getur í 1. og 2. lið og hefur starfsemi að nýju eftir hlé með fiski, hrognum eða sviljum frá viðurkenndu svæði eða viðurkenndri eldisstöð sem er á svæði sem er ekki viðurkennt, án þess að fram fari sú sýnataka sem er krafist vegna viðurkenningar eldisstöðvar, að því tilskildu að: | |||
– | viðkomandi opinber eftirlitsaðili þekki heilbrigðissögu eldisstöðvarinnar fjögur undanfarin ár; hafi viðkomandi stöð hins vegar verið starfrækt skemur en fjögur ár skal miða við þann rauntíma sem hún hefur verið í rekstri, | |||
– | ekki hafi verið gerðar ráðstafanir í eldisstöðinni á sviði dýraheilbrigðis vegna þeirra sjúkdóma sem taldir eru upp í skrá II í viðauka A og ekki sé vitað um slík sjúkdómstilfelli áður í stöðinni, | |||
– | eldisstöðin sé þrifin og sótthreinsuð og látin standa auð í að minnsta kosti 15 daga undir opinberu eftirliti áður en fiskur, hrogn eða svil eru flutt inn í hana. | |||
B. | Viðurkenningu haldið við. | |||
Fullnægja verður, að breyttu breytanda, kröfunum sem eru settar í þætti C í II. hluta viðauka B til að halda viðurkenningu. | ||||
C. | Tímabundin niðurfelling, endurnýjun og afturköllun viðurkenningar. | |||
Sömu reglur gilda, að breyttu breytanda, og fram koma í þætti D í II. hluta viðauka B. |
A. | Viðurkenning. | |||
Til að hljóta viðurkenningu verður eldisstöð að fullnægja eftirfarandi kröfum: | ||||
1. | Hún verður að fá vatn í gegnum kerfi sem er með búnaði til að eyða smitefnum sjúkdómanna sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A. | |||
2. | Hún verður, að breyttu breytanda, að fullnægja kröfunum sem eru settar í 1., 2. og 4. lið í þætti B í III. hluta viðauka B. | |||
3. | Samt sem áður: | |||
a) | er heimilt að viðurkenna nýja eldisstöð, sem fullnægir kröfunum sem um getur í l. og 2. lið og hefur starfsemi sína með lindýrum frá viðurkenndu svæði eða viðurkenndri eldisstöð sem er á svæði sem er ekki viðurkennt, án þess að fram fari sú sýnataka sem er krafist vegna viðurkenningar eldisstöðvar; | |||
b) | er heimilt að viðurkenna eldisstöð, sem fullnægir kröfunum sem um getur í 1. og 2. lið og hefur starfsemi að nýju eftir hlé með lindýrum frá viðurkenndu svæði eða viðurkenndri eldisstöð sem er á svæði sem er ekki viðurkennt, án þess að fram fari sú sýnataka sem er krafist vegna viðurkenningar eldisstöðvar, að því tilskildu að: | |||
– | viðkomandi opinber eftirlitsaðili þekki heilbrigðissögu eldisstöðvarinnar tvö undanfarin ár, | |||
– | ekki hafi verið gerðar ráðstafanir í eldisstöðinni á sviði dýraheilbrigðis vegna þeirra sjúkdóma sem taldir eru upp í skrá II í viðauka A og ekki sé vitað um slík sjúkdómstilfelli áður í stöðinni, | |||
– | eldisstöðin sé þrifin og sótthreinsuð og látin standa auð í að minnsta kosti 15 daga undir opinberu eftirliti áður en lindýr eru flutt inn í hana. | |||
B. | Viðurkenningu haldið við. | |||
Fullnægja verður, að breyttu breytanda, kröfunum sem eru settar í liðum 1 til 4 í þætti C í III. hluta viðauka B til að halda viðurkenningu. | ||||
C. | Tímabundin niðurfelling, endurnýjun og afturköllun viðurkenningar. | |||
Sömu reglur gilda, að breyttu breytanda, og fram koma í þætti D í III. hluta viðauka B. |
Endurnýjun vatns við flutninga á fiskeldisdýrum skal fara fram með búnaði sem er viðurkenndur af aðildarríkjunum og uppfyllir eftirfarandi kröfur:
1. | Hreinleikastig vatns sem er notað til skipta verður að vera þannig að það hafi ekki áhrif á heilbrigðisástand tegundanna sem verið er að flytja að því er varðar smitefni þeirra sjúkdóma sem um getur í 1. dálki, skrá II, viðauka A. | |
2. | Þessi búnaður skal þannig gerður að hann komi í veg fyrir smitun í umhverfinu sem vatni er veitt í: | |
– | annaðhvort með því að auðvelda sótthreinsun vatnsins, eða | |
– | með því að tryggja að vatnið geti ekki undir neinum kringumstæðum flætt út í sjó eða rennandi vatnsföll. |