1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Ákvæði reglugerðarinnar ná til eigenda sauðfjár, geitfjár, stórgripa (nautgripa og hrossa) og húsa fyrir búfé í Miðfjarðarhólfi, Húnahólfi og Skagahólfi, sbr. viðauka I við reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár, með síðari breytingum. Ákvæðin ná einnig til eigenda fyrrgreinds búfjár og húsa austan Héraðsvatnalínu í Hólahreppi og Viðvíkurhreppi hinum fornu suður að Gljúfurá og til bæjarins Ytri-Hofdala sunnan Gljúfurár. Auk þess fellur bærinn Stóra Borg í Vatnsneshólfi einnig undir ákvæði reglugerðarinnar.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.