Landbúnaðarráðuneyti

414/1991

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 313 2. júlí 1991 um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða að innanlandsmarkaði. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Til lækkunar á niðurfærslu fullvirðisréttar á lögbýlum á hverju búmarkssvæði kemur innlagður fullvirðisréttur sbr. 22. gr. og fullvirðisréttur nýtanlegur til framleiðslu sem seldur hefur verið ríkissjóði skv. II kafla. Sala til ríkissjóðs á fullvirðisrétti sem er í framleiðslu á lögbýlum umfram markmið sbr. 9. og 10. gr. kemur ekki til lækkunar á fyrri niðurfærslu annarra búmarkssvæða. Ákvæði þessarar mgr. ná ekki til fullvirðisréttar utan lögbýla.

 

2. gr.

3. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar falli brott.

 

Reglugerð þessi er sett skv. lögum nr. 46 27. júní 1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 11. September 1991.

 

Halldór Blöndal

Guðmundur Sigþórsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica