946/2000
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu. - Brottfallin
946/2000
REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu.
1. gr.
Við reglugerðina bætast eftirfarandi viðaukar:
VIÐAUKI VI
Heimilt er að nota efni sem talin eru upp í þessum viðauka í lífrænni framleiðslu þó að þau séu ekki framleidd með lífrænni aðferð meðan sambærileg efni sem uppfylla kröfur um lífræna framleiðslu eru ekki fáanleg innan ESB eða löndum utan þess.
1. |
Óunnar vörur úr jurtaríkinu sem og afurðir sem hlotið hafa viðurkennda meðferð til að draga úr vatnsinnihaldi þeirra. |
1.1. |
Ætir ávextir, hnetur og fræ: |
|
|
Indíukirsiber (acerola) |
Malpighia punicifolia |
|
Akörn |
Quercus spp |
|
Kasúhnetur |
Anacardium occidentale |
|
Kólahnetur |
Cola acuminata |
|
Geitasmári |
Trigonella foenum-graecum |
|
Stikilsber |
Ribes uva-crispa |
|
Píslaraldin |
Passiflora edulis |
|
Papæjualdin |
Carica papaya |
|
Furuhnetur |
Pinus pinea |
|
Hindber (þurrkuð) |
Rubus ideum |
|
Rifsber (þurrkuð) |
Ribes rubrum |
1.2. |
Ætt krydd og kryddjurtir: |
|
|
Allrahanda |
Pimenta dioica |
|
Kardimomma |
Fructus cardamomi (minoris) (malabariensis) Elettaria cardamomum |
|
Kanill |
Cinnamomum zeylanicum |
|
Negull |
Syzygium aromaticum |
|
Engifer |
Zingiber officinale |
|
Piparrótarfræ |
Armoracia rusticana |
|
Litla galanga |
Alpinia officinarum |
|
Brunnperla (vatnakarsi) |
Nasturtium officinale |
1.3. |
Ýmislegt: |
|
|
Þörungar, þar með talið þang og þari |
|
2. |
Afurðir úr jurtaríkinu, sem unnar eru með öðrum aðferðum en nefndar eru undir lið 1 en eru viðurkenndar við vinnslu matvæla, nema afurðin falli undir aukefni í matvælum. |
2.1. |
Fituefni og olíur, hreinsaðar eða óhreinsaðar, en sem hefur ekki verið efnafræðilega umbreytt, úr öðrum plöntum en: |
|
|
Kakótré |
Theobroma cacao |
|
Kókospálma |
Cocos nucifera |
|
Ólífutré |
Olea europaea |
|
Sólfífli |
Helianthus annuus |
2.2. |
Sykrur; sterkja; aðrar afurðir úr korni og rótar- eða stöngulhnýðum: |
|
|
Rófusykur |
|
|
Frúktósi |
|
|
Hríspappír |
|
|
Sterkja úr hrísgrjónum og amýlópektínríkum maís (vaxmaís) |
|
2.3. |
Ýmislegt: |
|
|
Karrí úr: |
|
|
– Kóríandra |
Coriandrum sativum |
|
– Sinnepi |
Sinapis alba |
|
– Fenniku |
Foeniculum vulgare |
|
– Engifer |
Zingiber officinale |
|
Prótín úr ertum |
Pisum spp |
|
Romm: eingöngu bruggað úr sykurreyrssafa |
|
3. |
Dýraafurðir: |
|
Vatnalífverur aðrar en eldislífverur |
|
Áfaduft |
|
Gelatín |
|
Hunang |
|
Laktósi |
|
Mysuduft ("herasuola") |
VIÐAUKI VII
Lífræn framleiðsla á sveppum.
Við framleiðslu á sveppum má nota rotmassa sem inniheldur eftirfarandi efni:
1. |
Húsdýra- og alifuglaáburð, húsdýrahland blandað mykju eða taði sem kemur annað hvort frá bújörðum: |
a) |
þar sem lífræn framleiðsla er stunduð |
b) |
eða sambærilegar afurðir frá öðrum búum, en aldrei meira en 25 % af heildarþunga blöndunar fyrir myltun (kompostering), og aðeins meðan framleiðsla skv. a-lið er ekki fáanleg. |
2. |
Aðrar afurðir úr landbúnaði en taldar eru upp hér að ofan og koma frá býlum þar sem lífræn framleiðsla er stunduð. |
a) |
mór sem hefur ekki fengið efnameðferð. |
b) |
trjáviður sem hefur ekki fengið efnameðferð. |
c) |
steinefni, sem talin eru upp í viðauka I, mold og vatn. |
Þessar reglur í viðauka VII gilda til 1. desember 2001.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett í samræmi við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2092/91 um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða ásamt síðari breytingum og í samræmi við reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1900/98 og nr. 330/99 og einnig með stoð í lögum nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin tekur þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 20. desember 2000.
Guðni Ágústsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.