Landbúnaðarráðuneyti

398/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 188/1988

um slátrun, mat og meðferð sláturafurða.

1. gr.

Í stað síðasta málsliðar 12. gr. komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi:

Skipting nautgripakjöts í fjórðunga skal miðast við þá skiptingu sem opinber heildsöluverðlagning byggir á. Huppa og síður skal fjarlægja af öllu hrossakjöti samkvæmt nánari fyrirmælum Yfirkjötmats. Þó er annars konar skipting í fjórðunga heimil ef sérstaklega er um það samið.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum og öðlast gildi þegar í stað.

Landbúnaðarráðuneytið, 27. september 1993.

Halldór Blöndal.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica