1. gr.
Stofna skal sjóð er nefnist Garðávaxtasjóður og skal hann vera í vörslu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Stjórn Framleiðisjóðs annast úthlutun úr Garðávaxtasjóði og sér um reikningshald hans. Fjárreiðum sjóðsins og reikningum skal haldið aðskildum frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Stjórn sjóðsins skal leitast við að tryggja honum bestu fáanlegu ávöxtun áhverjum tíma. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir meðreikningum Framleiðnisjóðs.
2. gr.
Hlutverk Garðávaxtasjóðs er að styrkja stofnræktun garðávaxta, rannsóknir og tilraunir með ræktun og meðferð garðávaxta og vöruþróun á þessu sviði.
3. gr.
Eignir sjóðsins eru söluandvirði eigna Grænmetisverslunar landbúnaðarins við starfslok hennar. Tekjur sjóðsins eru vextir af eignum og aðrar tekjur.
4. gr.
Leitast skal við að varðveita höfuðstól sjóðsins óskertan. Þó er heimilt að víkja frá því og veita stærri framlög, ef sérstakar aðstæður mæla með. Af tekjum er heimilt að veita framlög úr sjóðnum til verkefna er tengjast stofnræktun á garðávöxtum, t.d. framleiðslu á heilbrigðum stofnum, eftirliti með ræktun og sölu útsæðis. Kostnaður af störfum útsæðisnefndar skv. II. kafla rg. nr. 66/1987 greiðist úr Garðávaxtasjóði.
Umsóknir um framlög úr Garðávaxtasjóði skal senda stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins fyrir 1. febrúar ár hvert, en fyrir 1. júní á árinu 1992.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 52. gr. laga nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneyti, 11. maí 1992.
Halldór Blöndal.
Jón Höskuldsson.