REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og
meðferð sláturafurða, með síðari breytingum.
1. gr.
17. gr. reglugerðarinnar, sem ber heitið: "Kindakjöt," orðast svo:
1. Sauðfjárskrokkum er skipt í eftirfarandi grunnflokka eftir aldri og kynferði:
a. Skrokkar af gimbrarlömbum að tólf mánaða aldri og skrokkar af hrútlömbum sem slátrað er fyrir 20. október og eftir 1. mars, svo og skrokkar af geltum hrútlömbum, að 12 mánaða aldri, enda hafi þau verið gelt í síðasta lagi tveimur mánuðum fyrir slátrun. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum D.
b. Skrokkar af veturgömlum gimbrum og geldingum, 12-18 mánaða. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum V.
c. Skrokkar af veturgömlum hrútum sem slátrað er fyrir 10. október. Þeir skulu auðkenndir með bókstöfunum VH.
d. Skrokkar af fullorðnum ám og sauðum, eldri en 18 mánaða. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum F.
e. Skrokkar af fullorðnum og veturgömlum hrútum sem slátrað er eftir 10. október og lambhrútum sem slátrað er frá 20. október - 1. mars. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum H.
2. Dilkakjöt í heilbrigðisflokki 1 skal flokkað eftir vaxtarlagi og holdfyllingu annars vegar og eftir fitustigi hins vegar. Heimilt er að skipta flokkunum í mesta lagi í þrjá undirflokka. Yfirkjötmat ríkisins ákveður fjölda undirflokka í samráði við hagsmunaðila. Í viðauka I og II með reglugerð þessari eru lýsingar á holdfyllingar- og fituflokkum dilkaskrokka. Við fituflokkun er stuðst við mælingar á fituþykkt á síðu við næstaftasta rif u.þ.b. 11 sm frá miðlínu hryggjar.
3. Til viðbótar skal meta sérstaklega þá skrokka sem vegna verkunargalla, marbletta eða annarra áverka teljast gölluð vara. Slíkir skrokkar skulu merktir með X eða XX eins og að neðan greinir:
X Skrokkar með minniháttar mar eða verkunargalla.
XX Skrokkar mikið marðir, limhöggnir eða með meiri háttar verkunargalla.
Einnig skrokkar með blóðlitaða fitu eða fitu sem ekki storknar.
4. Heimilt er að merkja skrokka í þyngdarflokka eftir óskum sláturleyfishafa eða kaupenda hverju sinni.
5. Skrokka af veturgömlum gimbrum, fullorðnum ám og sauðum svo og hrútum í heilbrigðisflokki 1 skal meta eftir holdfyllingu og fitustigi eins og gefið er upp í töflu III. Stuðst skal við mælingar á fituþykkt á síðu við næstaftasta rif u.þ.b. 13 sm frá miðlínu hryggjar eftir stærð skrokka.
6. Kindakjöt í heilbrigðisflokki 2.
Allt kindakjöt sem kjötskoðunarlæknir dæmir í heilbrigðisflokk 2, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 168/1970, skal merkt þannig:
a. Kjöt af dilkum, D IV
b. Kjöt af fullorðnu fé, veturgömlu og eldra, F IV
7. Um merkingu kindakjöts til útflutnings.
Kindakjöt sem ætlað er til sölu á erlendum markaði, er heimilt að merkja eftir reglum og venjum, sem gilda í viðkomandi landi, en því aðeins að kjötið standist þær kröfur sem í merkingunum felast. Landbúnaðarráðuneytið ákveður slíkar merkingar í samráði við kjötmatsformann og seljendur kjötsins.
2. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 33. gr. reglugerðarinnar, skulu eftirfarandi litir gilda um aðgreiningu á fituflokkum kindakjöts:
1 = ljósgrænn
2 = ljósblár
3 = hvítur
3 + = dökkblár
4 = dökkgrænn
5 = brúnn
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum nr. 96/1997 og öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 2. mars 1998.
Guðmundur Bjarnason.
Jón Höskuldsson.
VIÐAUKI I
Holdfylling og byggingarlag skrokka.
|
|
||
Stafur |
Holdfylling |
Lýsing |
|
|
|
Allar útlínur mjög kúptar |
|
E |
Ágæt |
Læri: |
Ágætlega fyllt |
|
|
Hryggur: |
Ágætlega breiður og fylltur |
|
|
Frampartur: |
Ágætlega fylltur |
|
|
Útlínur að mestu kúptar |
|
U |
Mjög góð |
Læri: |
Vel fyllt |
|
|
Hryggur: |
Vel fylltur |
|
|
Frampartur: |
Vel fylltur |
|
|
Útlínur að mestu beinar |
|
R |
Góð |
Læri: |
Jafnfyllt eða góð |
|
|
Hryggur: |
Jafnfylltur |
|
|
Frampartur: |
Jafnfylltur |
|
|
Útlínur nokkuð íhvolfar |
|
O |
Sæmileg |
Læri: |
Lítillega innfallin |
|
|
Hryggur: |
Skortir breidd og fyllingu |
|
|
Frampartur: |
Smár. Skortir fyllingu |
|
|
Útlínur allar íhvolfar eða mjög íhvolfar |
|
P |
Rýr |
Læri: |
Innfallin eða mjög innfallin |
|
|
Hryggur: |
Smár, innfallinn með útstandandi beinum |
|
|
Frampartur: |
Smár, flatur og með útstandandi beinum |
VIÐAUKI II
Fituflokkar lambakjöts.
Fituhula utan á skrokk og fitusöfnun í brjóstholi.
Fituþykkt við næstaftasta rif u.þ.b. 11 sm frá miðlínu hryggjar.
Fituflokkar |
|
Nánari ákvarðanir |
|
1 Mjög lítil fita |
Utan á skrokk |
Vottur af fitu eða engin sýnileg fita |
|
Síðufita < 5 mm |
|
Brjóst- hol |
Vottur af fitu eða engin sýnileg fita á milli rifja |
2 Lítil fita |
Utan á skrokk |
Þunnt fitulag þekur hluta skrokksins nema helst á bógum og lærum |
|
Síðufita < 8 mm |
|
Brjóst- |
Vöðvar sjást greinilega á milli rifja |
|
|
hol |
|
3 Eðlileg fita |
Utan á skrokk |
Skrokkur allur eða að hluta þakinn léttri fituhulu. Aðeins meiri fitustöfnun við dindilrótina |
|
Síðufita < 11 mm |
|
Brjóst- |
Vöðvar sjást enn á milli rifja |
|
|
hol |
|
3+ |
Utan á skrokk |
Skrokkur að mestu leyti þakinn fituhulu |
|
Síðufita < 14 mm |
|
Brjóst- |
Fitusprenging í vöðvum á milli rifja |
|
|
hol |
|
4 Mjög mikil fita |
Utan á skrokk |
Skrokkur að mestu leyti með þykkri fituhulu, sem getur verið þynnri á bógum og lærum |
|
Síðufita < 18 mm |
|
Brjóst-hol |
Fitusprenging í vöðvum á milli rifja. Áberandi fita á rifjum |
5 Óhóflega mikil fita |
Utan á skrokk |
Mjög þykk fituhula á öllum skrokk. Greinileg fitusöfnun |
|
Síðufita > 18 mm |
|
Brjóst-hol |
Vöðvar milli rifja fitusprengdir. Óhófleg fitusöfnun á rifjum |
Leyfileg frávik frá ofangreindum fitumörkum eru +/- 1 mm eftir fitudreifingu skrokksins eftir nánari fyrirmælum kjötmatsformanns.
VIÐAUKI III
Holdfyllingar og fituflokkar og fitumörk fyrir skrokka af fullorðnu fé.
P = mjög rýrir skrokkar
R = sæmilegir og góðir skrokkar
R-flokkurinn skiptist í fituflokka:
Fituflokkar V, VH, F og H skrokka |
||||
|
|
3 |
4 |
|
|
|
< 15 mm |
> 15 mm |
|
Miðað við þykkt fitu ofan á næstaftasta rifi u.þ.b. 11-13 sm frá miðlínu hryggjar eftir stærð skrokka.