Landbúnaðarráðuneyti

110/1992

Reglugerð um innheimtu eftirlitsgjalds af innflutningi plantna. - Brottfallin

1. gr.

Þegar fluttar eru inn vörur, sem falla undir eftirtalin tollskrárnúmer í viðauka I við lög nr. 96/1987 um breyting á lögum nr. 55 30. mars 1987, tollalögum, skal greiða eftirlitsgjald í ríkissjóð og skal það notað til að standa undir kostnaði Rannsóknastofnunar landbúnaðarins við eftirlit með innflutningi plantna og plöntuafurða.

Greiða skal 2% eftirlitsgjald af vörum sem falla undir neðangreind tollskrárnúmer:

0601.1000

0602.2000

0603.1000

0601.2001

0602.3000

0604.9101

0601.2002

0602.4000

0604.9109

0601.2009

0602.9100

0701.1000

0602.1000

0602.9900

0701.9000

Greiða skal 1% eftirlitsgjald af vörum sem falla undir neðangreind tollskrárnúmer:

0702.0000

0705.1100

0708.1000

0709.5100

0703.1000

0705.1900

0708.2000

0709.5200

0703.2000

0705.2100

0708.9000

0709.6001

0703.9000

0705.2900

0709.1000

0709.6009

0704.1000

0706.1000

0709.2000

0709.7000

0704.2000

0706.9000

0709.3000

0709.9001

0704.9000

0707.0000

0709.4000

0709.9009

2. gr.

Eftirlitsgjald skv. 1. gr. skal lagt á tollverð vöru og skulu ákvæði IV. kafla tollalaga nr. 55/ 1987 gilda eftir því sem við getur átt.

Að því leyti sem ekki er kveðið á um vöruflokkun gjalddaga, innheimtu, lögvernd, viðurlög, refsingu og aðra framkvæmd innheimtu sérstaks eftirlitsgjalds skulu gilda eftir því sem við getur átt ákvæði laga nr. 55/1987 svo og reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru samkvæmt þeim.

3. gr.

Tollstjórar annast innheimtu sérstaks eftirlitsgjalds samkvæmt reglugerð þessari og standa skil á þeim til ríkissjóðs eftir þeim fyrirmælum sem fjármálaráðuneytið setur um skil innflutningsgjalda, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 530/1975 um reikningsskil innheimtumanns ríkissjóðs.

4. gr.

Landbúnaðarráðuneytið sker úr ágreiningi um gjaldskyldu samkvæmt reglugerð þessari.

5. gr.

Reglugerð þessi sem sett er skv. heimild í lögum nr. 5915. maí 1990 um breytingu á lögum nr. 51 29. maí 1981, um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum, öðlast gildi 1. maí 1992 og tekur til þeirra vara sem um ræðir í 1. gr. og ótollafgreiddar eru á þeim tíma.

Landbúnaðarráðuneytið, 24. mars 1992.

Halldór Blöndal.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica