Landbúnaðarráðuneyti

572/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun,
mat og meðferð sláturafurða, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Við reglugerð nr. 188/1988 bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

                Í stað dagsetningarinnar "15. október" í 4. tl. 17. gr. reglugerðar nr. 188/1988, sbr. breytingu með rg. nr. 118/1994, 493/1994 og nr. 20/1996, kemur: til og með 20. október.

 

2. gr.

                Breyting þessi gildir einungis fyrir mat á hrútlömbum á árinu 1997.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 96 27. maí 1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 14. október 1997.

 

F. h. r.

Guðmundur Sigþórsson.

Jón Höskuldsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica