Landbúnaðarráðuneyti

148/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 403/1986 um varnir gegn fisksjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með fiskeldistöðum. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. 19. gr. orðist svo:
Afurðir fiska sem gefið hefur verið fóður blandað sýklalyfjum eða gefið sýklalyf á annan hátt, má ekki nýta til manneldis fyrr en 40 dögum eftir að lyfjameðferð lauk, hafi vatnshiti verið yfir 8°C, en 90 dögum hafi vatnshiti verið 8°C eða lægri, nema heilbrigðisyfirvöld gefi fyrirmæli um annað. Um nýtingu afurða eftir notkun sníklalyfja skal hlíta fyrirmælum í sérlyfjaskrá.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 66. og 81. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, lögum nr. 77/1981 um dýralækna og 2. mgr. 11. gr. laga nr. 50/1986 um Rannsóknadeild fisksjúkdóma, og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 13. apríl 1992.

Halldór Blöndal.
Jón Höskuldsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica