1. gr. reglugerðarinnar, sbr. breytingu með 1. gr. reglugerðar nr. 311/1992, orðist svo:
Ef selja á afurðir skal slátrun búfjár (nautgripa, hrossa, svína, sauðfjár, geita og alifugla) fara fram í sláturhúsi sem hlotið hefur löggildingu landbúnaðarráðuneytisins.
Í stað dagsetningarinnar 20. október í 4. tl. 17. gr. reglugerðarinnar, sbr. breytingu með rg. nr. 118/1994 og 493/1994, komi 15. október.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30 28. apríl 1966 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða og öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 4. janúar 1996.
Guðmundur Bjarnason.
Jón Höskuldsson.