Landbúnaðarráðuneyti

434/1988

Reglugerð um breytingu á reglugerð um slátrun, mat og meðferð sláturafurða nr. 188 6. apríl 1988. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um slátrun, mat og meðferð sláturafurða nr.188 6. apríl 1988.

 

1. gr.

20. gr. orðist svo:

Svínakjöt. Fitustig ákvarðast með tveimur mælingum, þ.e. minnsta fituþykkt á miðjum hrygg, mælt frá háþorni (Fl) og mesta fituþykkt á herðum (F2).

Við kjötmat ber að greina svín í þrjá aðalflokka: grísi, gyltur og gelti, og merkja kjöt í hverjum þeirra sem hér segir:

1. Grísir.

Ung svín, geltir, sem vanaðir hafa verið innan 3ja mánaða aldurs, og gyltur sem ekki hafa gotið. Grísaskrokkar vegi að hámarki 85 kg og skiptast í fjóra flokka eftir þyngd og fitustigi. Fitustig ákvarðast með tveimur mælingum, þ.e. minnstu fituþykkt á miðjum hrygg (Fl) og mestu fituþykkt á herðum (F2). Flokkarnir eru eftirfarandi:

GRÍS I*: Skrokkar sem vega yfir 55 kg, hafa vel vöðvafyllt læri, Fl sé minna en 20 mm og F2 minna en 35 mm. Spiklag skal vera jafnt, þétt, fíngert og hvítt. Útlit skrokksins og verkun óaðfinnanleg.

GRÍS I: Skrokkar sem vega yfir 36 kg, Fl sé minna en 20 mm og F2 minna en 38 mm. Spiklag skal vera jafnt, þétt, fíngert og hvítt. Útlit skrokksins og verkun góð. Krafa um vöðvafyllingu minni en í GRÍS I*.


UNGGRÍS: Ungir grísir sem vega allt að 36 kg, aldur allt að 3ja mánaða. Útlit og verkun óaðfinnanleg, fitudreifing jöfn og Fl minna en 18 mm.

GRÍS II: Skrokkar með Fl frá 20 til 23 mm og fita annars staðar á skrokknum mikil og ójöfn. Í þennan flokk skal einnig setja skrokka með minni háttar útlitsgalla.

GRÍS III: Óhóflega feitir skrokkar, Fl yfir 23 mm, eða mjög rýrir skrokkar. Einnig skal

meta í þennan flokk grísi með meiriháttar útlitsgalla, svo sem mikil einkenni kláðasýkingar, bitsár, vansköpun og aðra þá útlitsgalla sem rýra verulega verðgildi þeirra.

2. Gyltur.

Gyltur sem ganga með fóstri eða hafa gotið eða leggja sig á yfir 85 kg fallþunga. Gyltur aðgreinast í tvo flokka:

GYLTA I: Skrokkar af ungum, vöðvafylltum og vel útlítandi gyltum, sem ekki teljast óhóflega feitar. Fl ekki yfir 35 mm.

GYLTA II: Skrokkar af öðrum gyltum. 3. Geltir.

Geltir á öllum aldri, sem ekki hafa verið vanaðir innan þriggja mánaða aldurs, svo og geltir sem leggja sig á yfir 85 kg.

GÖLTUR I: Skrokkar af ungum, vel útlítandi göltum, sem ekki vega yfir 100 kg.

GÖLTUR II: Skrokkar af öðrum göltum.

4. Svínakjöt í heilbrigðisflokki 2:

Kjöt af svínum sem kjötskoðunarlæknir dæmir í heilbrigðisflokk 2 (sbr. 12. gr. reglugerð­ar nr. 168/1970), skal merkt þannig:

a. Kjöt af grísum, GRÍS IV.

b. Kjöt af öðrum svínum, SVÍN IV.

 

2. gr.

5. mgr. 33. gr. falli brott.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 30, 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 15. september 1988.

 

Jón Helgason.

Jón Höskuldsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica