REGLUGERÐ
um breytingu á viðaukum I og II með reglugerð nr. 579/1989
um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár,
sbr. reglugerð nr. 410/1992.
1. gr.
Eftirfarandi breyting verður á viðauka I við reglugerð nr. 579/1989 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár, sbr. breytingu með rg. nr. 410/1992:
Í stað litsins ljósbrúnn á varnarsvæði nr. 26 (Héraðshólf) kemur: Appelsínugulur.
2. gr.
Viðauki II með reglugerð nr. 410/1992 um breytingu á rg. nr. 579/1989 breytist til samræmis við þá breytingu sem kveðið er á um í 1. gr. þessarar auglýsingar og verður viðauki II með reglugerðinni þannig:
Mynd
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í IX. kafla laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 21. mars 1997.
Guðmundur Bjarnason.
Jón Höskuldsson.
Fylgiskjal II: