1150/2020
Reglugerð um (102.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1977 frá 26. nóvember 2019 um samþykki fyrir fenýlmetanþíol, bensýlmetýlsúlfíð, sekpentýlþíofen, þrídek-2-enal, 12-metýlþrídekanal, 2,5-dímetýlfenól, hexa-2(trans)-tvíenal og 2-etýl-4hýdroxý-5-metýl-3(2H)-furanon sem fóðuraukefni fyrir ketti og hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2020, frá 25. september 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 29. október 2020, bls. 271.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/146 frá 3. febrúar 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 333/2010, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2312, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/1081, framkvæmdarreglugerð (EB) 2016/897, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/893, og reglugerð (ESB) nr. 184/2011 um samþykki fyrir framleiðslu á Bacillus subtilis C-3102 (DSM 15544) sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 118/2020, frá 25. september 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 29. október 2020, bls. 267.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/147 frá 3. febrúar 2020 um samþykki fyrir framleiðslu á Saccharomyces cerevisiae CNCM I-4407 sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi, gyltur og mjólkurkýr og breyting á reglugerðum (EB) nr. 2148/2004 og nr. 1811/2005 (leyfishafi S.I. Lesaffre). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2020, frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 12. nóvember 2020, bls. 13.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/196 frá 13. febrúar 2020 um endurnýjun samþykkisins fyrir endó-1,4-beta-xylanasa framleiddum af Aspergillus niger CBS 109.713 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, eldiskalkúna, ræktunarkalkúna, minni alifuglategundir (að varpfuglum undanskildum) og skrautfuglum, og niðurfelling reglugerða (EB) nr. 1458/2005, (EB) nr. 1380/2007, (EB) nr. 1096/2009 og innleiðingarreglugerð (ESB) nr. 843/2012 (leyfishafi BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2020, frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 12. nóvember 2020, bls. 27.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/197 frá 13. febrúar 2020 um samþykki fyrir allúrarauðu AC sem fóðuraukefni fyrir ketti og hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2020, frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 12. nóvember 2020, bls. 30.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/228 frá 19. febrúar 2020 um samþykki fyrir erýtrósíni sem fóðuraukefni fyrir hunda og ketti. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2020, frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 12. nóvember 2020, bls. 16.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/229 frá 19. febrúar 2020 um samþykki fyrir L-tryptófan sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2020, frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 12. nóvember 2020, bls. 20.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/238 frá 20. febrúar 2020 um samþykki fyrir L-þreóníni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2020, frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 12. nóvember 2020, bls. 24.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. nóvember 2020.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.