Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

482/2020

Reglugerð um (100.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftir­taldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1313 frá 2. ágúst 2019 um leyfi fyrir blöndu á Bacillus amyloliquefaciens NRRL B-50508, Bacillus amyloliquefaciens NRRL B-50509 og Bacillus subtilis NRRL B-50510 sem fóðuraukefni fyrir eldissvín, og aukategundir svína til eldis (leyfishafi er Cargill Incoroporated, fulltrúi er Provimi Holding BV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefnd­arinnar nr. 50/2020, frá 30. apríl 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 14. maí 2020, bls. 22.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1315 frá 2. ágúst 2019 um leyfi fyrir blöndu á Enetrococcus faecium DSM 7134 sem fóðuraukefni (í drykkjarvatn) fyrir gyltur (leyfishafi er Lactosan GmbH & Co). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­ing­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2020, frá 30. apríl 2020. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 14. maí 2020, bls. 25.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1324 frá 5. ágúst 2019 um leyfi fyrir blöndu á endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Bacillus subtilis LMG S-27588, sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga eða kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, eldiskalkúna eða kalkúna sem eru aldir til undaneldis, aukategundir alifugla til eldis eða sem eru aldir til varps eða til undaneldis, fráfærugrísi, eldissvín og aukategundir svína (leyfishafi er Puratos). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2020, frá 30. apríl 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 14. maí 2020, bls. 28.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/106 frá 23. janúar 2020 um leyfi fyrir natríumformati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51/2020, frá 30. apríl 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 14. maí 2020, bls. 31.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/107 frá 23. janúar 2020 um leyfi fyrir ponseau 4R sem fóðuraukefni fyrir hunda, ketti og skrautfiska. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51/2020, frá 30. apríl 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins frá 31. frá 14. maí 2020, bls. 34.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

 

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. maí 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica