Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

930/2019

Reglugerð um (95.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/138 frá 29. janúar 2019 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1356/2004, (EB) nr. 1464/2004, (EB) nr. 786/2007, (EB) nr. 971/2008, (ESB) nr. 1118/2010 og (ESB) nr. 169/2011 og framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 888/2011 og (ESB) nr. 667/2013 að því er varðar heiti leyfishafa fyrir fóður­aukefnum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 38, frá 16. maí 2019, bls. 1.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/146 frá 30. janúar 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/502 um leyfi fyrir blöndu með Saccharo­myces cerevisiae NCYC R404 sem fóðuraukefni fyrir mjólkurkýr. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38, frá 16. maí 2019, bls. 4.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/221 frá 6. febrúar 2019 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 785/2007, (EB) nr. 379/2009, (EB) nr. 1087/2009, (ESB) nr. 9/2010 og (ESB) nr. 337/2011 og framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 389/2011, (ESB) nr. 528/2011, (ESB) nr. 840/2012, (ESB) nr. 1021/2012, (ESB) 2016/899, (ESB) 2016/997, (ESB) 2017/440 og (ESB) 2017/896 að því er varðar heiti leyfishafa og nafn fulltrúa leyfis­hafa fyrir tiltekin fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38, frá 16. maí 2019, bls. 6.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. september 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica