Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

518/2019

Reglugerð um (93.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1079 frá 30. júlí 2018 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis DSM 28343 sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi (leyfishafi er Lactosan GmbH & Co. KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 258.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1080 frá 30. júlí 2018 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis DSM 29784 sem fóðuraukefni fyrir aukategundir alifugla til eldis og sem eru aldir til varps (leyfishafi er Adisseo France SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 261.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1081 frá 30. júlí 2018 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis C-3102 (DSM 15544) sem fóðuraukefni fyrir eldissvín (leyfishafi er Asahi Calpis Wellness Co. Ltd, fulltrúi er Asahi Calpis Wellness Co. Ltd Europe Representative Office). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 48/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 264.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1090 frá 31. júlí 2018 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa og endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem eru fram­leiddir með Komagataella pastoris (CBS 25376) og Komagataella pastoris (CBS 26469), sem fóðuraukefni fyrir eldis­kjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, eldiskalkúna, allar fuglategundir sem eru aldar til varps eða til undaneldis, fráfærugrísi og auka­tegundir svína (eftir fráfærur) (leyfishafi er Kaesler Nutrition GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 267.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1254 frá 19. september 2018 að því er varðar synjun um leyfi fyrir ríbóflavíni (80%), sem er framleitt með Bacillus subtilis KCCM-10445, sem fóðuraukefni sem tilheyrir virka hópnum vítamín, forvítamín og efnafræðilega vel skilgreind efni með áþekka verkun. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2019, frá 29. mars 2019. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 271.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1533 frá 12. október 2018 um leyfi fyrir natríumalgínati sem fóðuraukefni fyrir ketti, hunda, önnur dýr sem gefa ekki af sér afurðir til manneldis og fiska og kalíumalgínati sem fóðuraukefni fyrir ketti og hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 275.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1543 frá 15. október 2018 um leyfi fyrir blöndu með Pediococcus pentosaceus DSM 32291 sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 283.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1558 frá 17. október 2018 um leyfi fyrir nýrri notkun á blöndu með Lactobacillus acidophilus (CECT 4529) sem fóður­aukefni fyrir ketti og hunda (leyfishafi er Centro Sperimentale del Latte). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 286.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1559 frá 17. október 2018 um leyfi fyrir tinktúru úr kúmíni (Cuminum cyminum L.) sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 289.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1564 frá 17. október 2018 um leyfi fyrir blöndu með dólómítmagnesíti sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir, að undan­skildum mjólkurkúm og öðrum jórturdýrum til framleiðslu á mjólkurafurðum, fráfæru­grísum og eldissvínum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefnd­ar­innar nr. 52/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 304.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1565 frá 17. október 2018 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betamannanasa, sem er framleiddur með Paenibacillus lentus (DSM 28088), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukategundir alifugla, aðrar en varpfugla, eldiskalkúna, kalkúna sem eru aldir til undaneldis, fráfærugrísi, eldissvín og aukategundir svína (leyfishafi er Elanco GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 308.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1566 frá 18. október 2018 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem eru framleiddir með Aspergillus niger (NRRL 25541), og alfaamýlasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (ATCC66222), sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi og aukategundir svína (eftir fráfærur) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1453/2004 (leyfishafi er Andrés Pintaluba S.A.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 292.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1567 frá 18. október 2018 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/249 frá 15. febrúar 2018 um leyfi fyrir táríni, betaalaníni, L-alaníni, L-arginíni, L-asparssýru, L-histidíni, D,L-ísófesíni, L-lefsíni, L-fenýlalíni, L-prólíni, D,L-seríni, L-týrósíni, L-meþíóníni, L-valíni, L-systeíni, glýsíni, mónó­natríum­glútamati og L-glútamínsýru sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og L-systeín­hýdró­klóríðmónóhýdrati fyrir allar dýrategundir, að undanskildum köttum og hundum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 296.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1568 frá 18. október 2018 um leyfi fyrir blöndu með fúmónísínesterasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii (DSM 32159), sem fóðuraukefni fyrir öll svín og allar alifuglategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 299.
  15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1569 frá 18. október 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1110/2011 um leyfi fyrir ensímblöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (CBS 114044), sem fóðuraukefni fyrir varphænur, aukategundir alifugla og eldissvín (leyfishafi er Roal Oy). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 311.
  16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1936 frá 10. desember 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 371/2011 að því er varðar hámarksgildi dímetýl­amínóetanóls. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 47/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 444.
  17. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1957 frá 11. desember 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 885/2010 að því er varðar skilmála leyfis fyrir blöndu af narasíni og níkarbasíni sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Eli Lilly and Company Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 446.
  18. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1980 frá 13. desember 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2325 að því er varðar skilmála leyfis fyrir blöndum með fljótandi lesitínum, vatnsrofnum lesitínum og lesitínum sem olían hefur verið fjarlægð úr sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 448.
  19. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/8 frá 3. janúar 2019 um leyfi fyrir hýdroxýlsetnu hliðstæðuefni meþíóníns og kalsíumsalti þess sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 314.
  20. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/9 frá 3. janúar 2019 um leyfi fyrir vatnsfríu betaíni sem fóðuraukefni fyrir dýr sem gefa af sér afurðir til manneldis, að undanskildum kanínum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 318.
  21. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/10 frá 3. janúar 2019 um leyfi fyrir efnablöndu með náttúrulegri blöndu illítmontmórillónítkaólíníti sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 53/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 321.
  22. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/11 frá 3. janúar 2019 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium NCIMB 10415 sem fóðuraukefni fyrir gyltur, mjólkurgrísi, fráfærugrísi og eldisgrísi og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 252/2006, (EB) 943/2005 og (EB) nr. 1200/2005 (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, fulltrúi er DSM Nutritional products SP. z o.o). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 325.
  23. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/12 frá 3. janúar 2019 um leyfi fyrir L-arginíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2019, frá 29. mars 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. apríl 2019, bls. 329.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. maí 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica