Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

468/2017

Reglugerð um (31.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/11 frá 5. janúar 2016 um breyt­ingu á II. viðauka við tilskipun ráðsins 2002/57/EB um markaðssetningu olíu- og trefja­plöntu­fræs. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES‑nefndar­innar nr. 72/2016, frá 29. apríl 2016. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 27, frá 12. maí 2016, bls. 756.
  2. Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/317 frá 3. mars 2016 um breytingu á tilskipunum ráðsins 66/401/EBE, 66/402/EBE, 2002/54/EB, 2002/55/EB, 2002/56/EB og 2002/57/EB að því er varðar opinberan merkimiða á fræpakkningum. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 225/2016, frá 2. desember 2016. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 10, frá 16. febrúar 2017, bls. 134.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. maí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica