463/2017
Reglugerð um (83.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2260 frá 15. desember 2016 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 226/2007, (EB) nr. 1293/2008, (EB) nr. 910/2009, (EB) nr. 911/2009, (ESB) nr. 1120/2010, (ESB) 212/2011 og framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 95/2013 og (ESB) nr. 413/2013 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir Pediococcus acidilactici CNCM MA 18/5M og Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1077. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 933.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1964 frá 9. nóvember 2016 um leyfi fyrir blöndu með dólómítmagnesíti fyrir mjólkurkýr og önnur jórturdýr til framleiðslu á mjólkurafurðum, fráfærugrísi og eldissvín og blöndu með montmórillónítillíti fyrir allar dýrategundir sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2017, frá 17. mars 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 95.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/194 frá 3. febrúar 2017 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus diolivorans DSM 32074 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 1000.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/187 frá 2. febrúar 2017 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis (DSM 28343) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Lactosan GmbH & Co. KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 997.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/65 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir 1-ísóprópýl-4-metýlbenseni, pin-2(10)-eni, pin-2(3)-eni, betakarýófýlleni, kamfeni, 1-ísóprópenýl-4-metýlbenseni, delta-3-kareni og d-límóneni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 978.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2261 frá 15. desember 2016 um leyfi fyrir kopar(I)oxíði sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2017, frá 5. maí 2917. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 937.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2150 frá 7. desember 2016 um leyfi fyrir blöndum með Lactobacillus plantarum DSM 29025 og Lactobacillus plantarum NCIMB 42150 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 929.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/211 frá 7. febrúar 2017 um leyfi fyrir blöndu með endó-1, 4-betaxýlanasa (EC 3.2.1.8), sem er framleiddur með Bacillus subtilis (LMG-S 15136), sem fóðuraukefni fyrir alifugla, fráfærugrísi og eldissvín og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1259/2004, (EB) nr. 1206/2005 og (EB) nr. 322/2009 og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 516/2007 (leyfishafi er Beldem, sem er deild í Puratos NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 1007.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/58 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir alfaterpíneóli, nerólídóli, 2-(4-metýlfenýl) própan-2-óli, terpíneóli og línalýlasetati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 947.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/210 frá 7. febrúar 2017 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa og endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem eru framleiddir með Talaromyces versatilis sp. nov IMI CC 378536 og Talaromyces versatilis sp. nov DSM 26702, sem fóðuraukefni fyrir varphænur (leyfishafi er Adisseo France S.A.S.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 1003.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/59 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir 1,1-dímetoxý-2-fenýletani, fenetýlformati, fenetýloktanóati, fenetýlisóbútýrati, fenetýl 2-metýlbútýrati og fenetýlbensóati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 955.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/55 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir oktan-2-óli, ísópróanóli, pentan-2-óli, oktan-3-óli, heptan-2-óni, pentan-2-óni, 6-metýlhepta-3,5-díen-2-óni, nónan-3-óni, dekan-2-óni og ísóprópýltetradekanóati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 378.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/66 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir tannínsýru sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 991.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2023 frá 18. nóvember 2016 um leyfi fyrir natríumbensóati, kalíumsorbati, maurasýru og natríumformati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 922.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/57 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir 1,8-síneóli, 3,4-díhýdrókúmaríni og 2-(2-metýlpróp-1-enýl)-4-metýltetrahýdrópýrani sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 941.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/61 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir 4-allýl-2,6-dímetoxýfenóli og evgenýlasetati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir, að undanskildum fiskum og alifuglum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 969.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/173 frá 1. febrúar 2017 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1292/2008 og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 887/2011 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir Bacillus amyloliquefaciens CECT 5940 og Enterococcus faecium CECT 4515. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 995.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/60 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir ísóevgenóli sem fóðuraukefni fyrir svín, jórturdýr og hesta, að undanskildum þeim sem gefa af sér mjólk til manneldis, og fyrir gæludýr. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 965.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/64 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir glýsyrrisínsýru, ammóníumformi, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 974.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/219 frá 8. febrúar 2017 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis (DSM 27273) sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi og fráfærugrísi af aukategundum svína (leyfishafi er Chr. Hansen A/S). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2017, frá 5. maí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 18. maí 2017, bls. 1011.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. maí 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Iðunn Guðjónsdóttir.