Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

13/2016

Reglugerð um (76.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvæða sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftir­taldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 291/2014 frá 21. mars 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1289/2004 að því er varðar biðtíma til afurðanýtingar og hámarksgildi leifa fyrir fóðuraukefnið dekókínat. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 239/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 302.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/786 frá 19. maí 2015 um skilgreiningu viðmiðana við að samþykkja afeitrunarmeðferðir sem notaðar eru á afurðir sem eru ætlaðar sem fóður eins og kveðið er á um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 241/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 874.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/861 frá 3. júní 2015 um leyfi fyrir kalíumjoðíði, vatnsfríu kalsíumjoðati og húðuðu, kornuðu, vatnsfríu kalsíumjoðati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 867.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/897 frá 11. júní 2015 um leyfi fyrir þíamínvetnisklóríði og þíamínmónónítrati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 240/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 305.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1020 frá 29. júní 2015 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis (ATCC PTA-6737) sem fóðuraukefni fyrir varphænur og aukategundir alifugla til varps (leyfishafi er Kemin Europa NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 265.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1043 frá 30. júní 2015 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa (ECC 3.2.1.8), sem er framleiddur með Trichoderma citrinoviride Bisset (IM SD135), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, eldis­kalkúna, varphænur, fráfærugrísi, eldissvín og aukategundir alifugla til eldis og til varps og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2148/2004, (EB) nr. 828/2007 og (EB) nr. 322/2009 (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 268.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1053 frá 1. júlí 2015 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium DSM 10663/NCIMB 10415 sem fóðuraukefni fyrir kálfa til eldis, smágrísi, eldiskjúklinga, eldiskalkúna, ketti og hunda og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1259/2004, (EB) nr. 255/2005, (EB) nr. 1200/2005 og (EB) nr. 1520/2007 (leyfishafi er Chevita Tierarzneimittel-GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 272.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1060 frá 2. júlí 2015 um leyfi fyrir vatnsfríu betaíni og betaínhýdróklóríði sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 276.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1061 frá 2. júlí 2015 um leyfi fyrir askorbínsýru, natríumaskorbýlfosfati, natríumkalsíumaskorbýlfosfati, natríum­askorbati, kalsíumaskorbati og askorbýlpalmítati sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­teg­undir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 281.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1103 frá 8. júlí 2015 um leyfi fyrir betakarótíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 311.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1104 frá 8. júlí 2015 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 237/2012 að því er varðar nýtt form alfagalaktósíðasa (EC 3.2.1.22), sem er framleiddur með Saccharomyces cerevisiae (CBS 615.94), og endó-1,4-betaglúkanasa (EC 3.2.1.4), sem er framleiddur með Aspergillus niger (CBS 120604) (leyfishafi er Kerry Ingredients and Flavours). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 289.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1105 frá 8. júlí 2015 um leyfi fyrir blöndu með Bifidobacterium animalis ssp. animalis DSM 16284, Lactobacillus salivarius ssp. salivarius DSM 16351 og Enterococcus faecium DSM 21913 sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukategundir alifugla, aðra en varpfugla, um leyfi til að nota fóðuraukefnið í drykkjarvatn fyrir eldiskjúklinga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 544/2013 að því er varðar hámarksinnihald fóðuraukefnisins í heilfóðri og samrýmanleika þess við hníslalyf (leyfishafi er Biomin GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 293.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1114 frá 9. júlí 2015 um leyfi fyrir L-valíni, sem er framleitt með Escherichia coli, sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 403/2009 og framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 848/2014 og (ESB) nr. 1236/2014. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 298.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1152 frá 14. júlí 2015 um leyfi fyrir tókóferólkjarna úr jurtaolíum, tókóferólauðugum kjarna úr jurtaolíum (δ-auðugum) og α-tókóferóli sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 315.
  15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1417 frá 20. ágúst 2015 um leyfi fyrir díklasúríli sem fóðuraukefni fyrir kanínur til eldis og undaneldis (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 243/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 320.
  16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1426 frá 25. ágúst 2015 um leyfi fyrir blöndu með bensósýru, þýmóli, evgenóli og píperíni sem fóðuraukefni fyrir eldis­kjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukategundir alifugla til eldis og sem eru aldar til varps (leyfishafi er DSM Nutritional Product). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 243/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 323.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. janúar 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica