Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

839/2014

Reglugerð um (69.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1006/2013 frá 18. október 2013 um leyfi fyrir L-systíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 12.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1014/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2380/2001, (EB) nr. 1289/2004, (EB) nr. 1455/2004, (EB) nr. 1800/2004, (EB) nr. 600/2005, (ESB) nr. 874/2010, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 388/2011, (ESB) nr. 532/2011 og (ESB) nr. 900/2011 að því er varðar heiti leyfishafa fyrir tilteknum aukefnum í fóður. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 14.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1016/2013 frá 23. október 2013 um leyfi fyrir blöndu með örverustofni DSM 11798 af ættinni Coriobacteriaceae sem fóðuraukefni fyrir svín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 17.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1059/2013 frá 29. október 2013 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae MUCL 39885 sem fóðuraukefni fyrir eldisnautgripi og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 492/2006 (leyfishafi er Prosol SpA). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 24.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1061/2013 frá 29. október 2013 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium NCIMB 10415 sem fóðuraukefni fyrir kálfa, kiðlinga, ketti og hunda og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1288/2004 (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, fulltrúi er DSM Nutritional products Sp. Z o.o). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 20.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1077/2013 frá 31. október 2013 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium NBIMCC 8270, Lactobacillus acidophilus NBIMCC 8242, Lactobacillus helveticus NBIMCC 8269, Lactobacillus delbrueckii ssp. lactis NBIMCC 8250, Lactobacillus delbrueckii ssp. bulgaricus NBIMCC 8244 og Streptococcus thermophilus NBIMCC 8253 sem fóðuraukefni fyrir mjólkurgrísi (leyfishafi er Lactina Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 27.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1101/2013 frá 6. nóvember 2013 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium DSM 7134 og Lactobacillus rhamnosus DSM 7133 sem fóðuraukefni fyrir kálfa til eldis og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1288/2004 (leyfishafi er Lactosan GmbH & CoKG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 31.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1275/2013 frá 6. desember 2013 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir arsen, kadmíum, blý, nítrít, rokgjarna mustarðs­olíu og skaðleg grasafræðileg óhreinindi. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 474.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1334/2013 frá 13. desember 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1290/2008 að því er varðar nafn leyfishafa og ráðlagðan skammt blöndu með Lactobacillus rhamnosus (CNCM-I-3698) og Lactobacillus farciminis (CNCM-I-3699). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2014, frá 17. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 34.

2. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

3. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. j laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

6. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. september 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica