Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

445/2014

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

1. gr.

Í stað orðanna "Rannsóknastofnun landbúnaðarins" í 1. mgr. 3. gr. og sömu orða hvar­vetna annars staðar í reglugerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

2. gr.

9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Matvælastofnun er heimilt að leyfa innflutning á plöntum og öðrum vörum sem falla undir a-e lið 1. mgr. 5. gr. í vísinda- og fræðatilgangi eða af öðrum ástæðum, enda sé tryggt að engir skaðvaldar berist til landsins við innflutning. Heimilt er að setja skilyrði fyrir innflutningnum sem umsækjandi skuldbindur sig til að hlíta, svo sem um sótthreinsun, ræktun í sóttkví o.fl. Umsóknir skulu berast Matvælastofnun skriflega ásamt rökstuðningi fyrir nauðsyn innflutnings.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum í plöntum, nr. 51/1981. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. apríl 2014.

Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica