228/2014
Reglugerð um (67.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 230/2013 frá 14. mars 2013 um töku tiltekinna fóðuraukefna í hópnum bragðefni og lystaukandi efni af markaði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 173.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 306/2013 frá 2. apríl 2013 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis (ATCC PTA-6737) fyrir fráfærugrísi og dýr af svínaætt sem hafa verið vanin undan, þó ekki af tegundinni Sus scrofa domesticus (leyfishafi er Kemin Europa N.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 249.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 308/2013 frá 3. apríl 2013 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus plantarum NCIMB 30083 og blöndu með Lactobacillus plantarum NCIMB 30084 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 246.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 357/2013 frá 18. apríl 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 903/2009 og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 373/2011 að því er varðar lágmarksinnihald blöndu með Clostridium butyricum (FERM BP-2789) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og aukafuglategundir (að undanskildum varpfuglum) (leyfishafi er Miyarisan Pharmaceutical Co. Ltd, fulltrúi er Miyarisan Pharmaceutical Europe S.L.U.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 245.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 403/2013 frá 2. maí 2013 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, endó-1,3(4)-betaglúkanasa og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleidd með Trichoderma reesei (ATCC 74444), sem fóðuraukefni fyrir alifugla sem eru aldir til slátrunar og alifugla sem eru aldir til að verpa og fyrir fráfærugrísi og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1259/2004, (EB) nr. 1206/2005 og (EB) nr. 1876/2006 (leyfishafi er DSM Nutritional Products). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 241.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 413/2013 frá 6. maí 2013 um leyfi fyrir blöndu með Pediococcus acidilactici CNCM MA 18/5M sem fóðuraukefni til notkunar í drykkjarvatn handa fráfærugrísum, eldissvínum, varphænum og eldiskjúklingum (leyfishafi er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 238.
2. gr.
Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.
3. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
4. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
6. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. febrúar 2014.
|
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
|
Halldór Runólfsson.
|
Eggert Ólafsson.