Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

633/2011

Reglugerð um (58.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

a)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 104/2010 frá 5. febrúar 2010 um að leyfa kalíumdíformat sem fóðuraukefni fyrir gyltur (leyfishafi er BASF SE) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1200/2005. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 94.

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 107/2010 frá 8. febrúar 2010 um leyfi til að nota Bacillus subtilis ATCC PTA-6737 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (handhafi leyfis er Kemin Europa NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 97.

c)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 277/2010 frá 31. mars 2010 um að leyfa 6-fýtasa sem fóðuraukefni fyrir alifugla sem eru aldir til slátrunar og til undaneldis, aðra en eldiskalkúna, fyrir alifugla, sem eru aldir til að verpa, og fyrir svín, önnur en gyltur (handhafi leyfis er Roal Oy). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 100.

d)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 327/2010 frá 21. apríl 2010 um leyfi fyrir nýrri notkun 3-fýtasa sem fóðuraukefnis fyrir allar aukafuglategundir, aðrar en endur, og fyrir skrautfugla (leyfishafi er BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 102.

e)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 333/2010 frá 22. apríl 2010 um leyfi fyrir nýrri notkun á Bacillus subtilis C-3102 (DSM 15544) sem fóðuraukefni fyrir smágrísi sem búið er að venja undan (handhafi leyfis: Calpis Co. Ltd. Japan, fulltrúi þess hjá Evrópusambandinu: Calpis Co. Ltd. Europe Representative Office). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 104.

f)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 334/2010 frá 22. apríl 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 721/2008 að því er varðar samsetningu fóðuraukefna. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 106.

g)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 335/2010 frá 22. apríl 2010 um að leyfa sinkklósamband af hýdroxýlsetnu hliðstæðuefni meþíóníns sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 107.

h)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 348/2010 frá 23. apríl 2010 um að leyfa L-ísólefsín sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 110.

i)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 349/2010 frá 23. apríl 2010 um að leyfa koparklósamband af hýdroxýlsetnu hliðstæðuefni meþíóníns sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 112.

j)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 350/2010 frá 23. apríl 2010 um að leyfa manganklósamband af hýdroxýlsetnu hliðstæðuefni meþíóníns sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2011 frá 1. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 19. maí 2011, bls. 115.



2. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum ESB-gerðum vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. júní 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica