Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

388/2011

Reglugerð um (57.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/141/EB um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir arsen, þeóbrómín, Datura sp. Ricinus communis L., Croton tiglium L. og Abrus precatorius L. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2010 frá 11. nóvember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 24. febrúar 2011, bls. 230.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/6/ESB um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar kvikasilfur, óbundið gossýpól, nítrít og Mowrah, Bassia, Madhuca. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2010 frá 3. júlí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20, frá 7. apríl 2011, bls. 13.

2. gr.

Ákvæði 1., 4., 5., 9.,10., 14., 15., 32., 34. töluliðar, B-hluta I. viðauka reglugerðar nr. 340/2001 breytast í samræmi við viðauka tilskipana framkvæmdastjórnarinnar 2009/141/EB og 2010/6/ESB.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. apríl 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica