Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

719/2010

Reglugerð um (55.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2010 frá 3. júlí 2010 öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1269/2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 243/2007 að því er varðar lágmarksinnihald aukefnis í fóðri fyrir eldissvín.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 8/2010 um að leyfa serínpróteasa, sem er framleiddur með Bacillus licheniformis (DSM 19670), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, umboðsaðili er DSM Nutritional Products Sp.Z.o.o).
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 9/2010 um að leyfa endó-1,4-beta-xýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (ATCC PTA 5588), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, varphænur, endur og eldiskalkúna (leyfishafi er Danisco Animal Nutrition, Finnfeeds International Limited).

2. gr.

Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjöl I-III við reglugerð þessa.

3. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. september 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica