Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

312/2010

Reglugerð um (52.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1095/2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 109/2007 að því er varðar skilmála leyfis fyrir fóðuraukefninu natríummónensíni (Coxidin). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2010 frá 13. mars 2010.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1096/2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1356/2004 að því er varðar skilmála leyfis fyrir fóðuraukefninu Elancoban, sem er í flokknum hníslalyf og önnur lyf. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2010 frá 13. mars 2010.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1253/2008 um að leyfa koparklósamband af hýdroxýluðu hliðstæðuefni metíóníns sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2010 frá 13. mars 2010.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1290/2008 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus rhamnosus (CNCM-I-3698) og Lactobacillus farciminis (CNCM-I-3699) (Sorbiflore) sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2010 frá 13. mars 2010.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1292/2008 um leyfi fyrir Bacillus amyloliquefaciens CECT 5940 (Ecobiol og Ecobiol plus) sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2010 frá 13. mars 2010.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1293/2008 um leyfi fyrir nýrri notkun á Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1077 (Levucell SC20 og Levucell SC10 ME) sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2010 frá 13. mars 2010.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 102/2009 um varanlegt leyfi fyrir aukefni í fóður. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2010 frá 13. mars 2010.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 270/2009 um leyfi fyrir 6-fýtasa sem aukefni í fóður fyrir eldiskjúklinga (handhafi leyfis er DSM Nutritional Products Ltd, fulltrúi er DSM Nutritional Products Sp. Z o.o.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2009 frá 5. desember 2009.
  9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 271/2009 um leyfi fyrir blöndu endó-1,4-beta-xýlanasa og endó-1,4-beta-glúkanasa sem aukefni í fóður fyrir smágrísi sem búið er að venja undan, eldiskjúklinga, varphænur, eldiskalkúna og aliendur (handhafi leyfis er BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2009 frá 5. desember 2009.
  10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 322/2009 um varanleg leyfi fyrir tilteknum aukefnum í fóður. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2009 frá 5. desember 2009.
  11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 378/2009 um leyfi fyrir nýrri notkun á efnablöndu með Bacillus cereus var. toyoi sem aukefni í fóður fyrir kanínur til undaneldis (handhafi leyfis er Rubinum S.A.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2009 frá 5. desember 2009.
  12. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 379/2009 um leyfi fyrir nýrri notkun á 6-fýtasa EC 3.1.3.26 sem aukefni í fóður fyrir eldiskjúklinga, eldiskalkúna, varphænur, aliendur, smágrísi (sem búið er að venja undan), eldissvín og gyltur (handhafi leyfis er Danisco Animal Nutrition, lögaðili er Danisco (UK) Limited). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2009 frá 5. desember 2009.
  13. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 386/2009 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 með tilliti til þess að fastsetja nýjan virkan hóp aukefna í fóðri. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2009 frá 5. desember 2009.
  14. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 403/2009 um leyfi fyrir efnablöndu með L-valín sem aukefni í fóðri. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2009 frá 5. desember 2009.
  15. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 886/2009 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CBS 493.94 sem fóðuraukefni fyrir hesta (handhafi leyfis er Alltech France). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  16. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 887/2009 um að leyfa 25 hýdroxýkólekalsíferól í stöðguðu formi sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, eldiskalkúna og aðra alifugla og svín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  17. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 888/2009 um að leyfa sinkklósamband af hýdroxýlsetnu hliðstæðuefni metíóníns sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  18. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 896/2009 um leyfi fyrir nýrri notkun á Saccharomyces cerevisiae MUCL 39885 sem fóðuraukefni fyrir gyltur (handhafi leyfis er Prosol SpA). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  19. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 897/2009 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1447/2006, (EB) nr. 186/2007, (EB) nr. 188/2007 og (EB) nr. 209/2008 að því er varðar skilmála leyfisins fyrir fóðuraukefninu Saccharomyces cerevisiae NCYC Sc 47. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  20. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 899/2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1290/2008 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir blöndu með Lactobacillus rhamnosus (CNCM-I-3698) og Lactobacillus farciminis (CNCM-I-3699) (Sorbiflore). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  21. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 900/2009 um að leyfa selenmeþíónín, framleitt með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-3399, sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  22. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 902/2009 um að leyfa ensímblöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei (CBS 114044), sem fóðuraukefni fyrir smágrísi, sem búið er að venja undan, eldiskjúklinga, kjúklinga, sem eru aldir til að verða varphænur, eldiskalkúna og kalkúna sem eru aldir til undaneldis (handhafi leyfis er Roal Oy). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  23. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 903/2009 um að leyfa efnablönduna með Clostridium butyricum MIYAIRI 588 (FERM-P 1467) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (handhafi leyfis er Miyarisan Pharmaceutical Co. Ltd, fulltrúi er Mitsui & Co. Deutschland GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  24. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 904/2009 um að leyfa gúanidínediksýru sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  25. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 905/2009 frá 28. september 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 537/2007 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir gerjunarafurð Aspergillus oryzae (NRRL 458) (Amaferm). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  26. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 910/2009 um leyfi fyrir nýrri notkun á blöndunni með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1077 sem fóðuraukefni fyrir hesta (handhafi leyfis er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.
  27. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 911/2009 um leyfi fyrir nýrri notkun á blöndunni með Pediococcus acidilactici CNCM MA 18/5M sem fóðuraukefni fyrir laxfiska og rækjur (handhafi leyfis er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2010 frá 13. mars 2010.

2. gr.

Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjöl I-XXVII við reglugerð þessa.

3. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 25. mars 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica