Samgönguráðuneyti

1138/2007

Reglugerð um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu.

1. gr.

Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að tryggja siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum. Í því skyni skulu íslensk stjórnvöld vera þátttakendur í starfsemi Siglinga­öryggis­stofnunar Evrópu eftir því sem reglugerð þessi kveður á um.

2. gr.

Innleiðing.

a. Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1406/2002 frá 27. júní 2002 um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu sem vísað er til í EES-viðbæti nr. 56o í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2003 frá 20. júní 2003, sem birtist í EES-viðauka 51 bls. 21, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1406/2002 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27 frá 2. júní 2005, bls. 158 og verður hluti af reglugerð þessari.

b. Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1644/2003 frá 22. júlí 2003 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1406/2002 um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, sem vísað er til í 56o í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 40/2004 frá 23. apríl 2004, sem birtist í EES-viðauka 43 bls. 8, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1644/2003 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 23. nóvember 2006, bls. 49 og verður hluti af reglugerð þessari.

c. Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 724/2004 frá 31. mars 2004 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1406/2002 um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, sem vísað er til í 56o í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2004 frá 29. október 2004, sem birtist í EES-viðauka 20 bls. 19, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 724/2004 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31 frá 28. júní 2007, bls. 109 og verður hluti af reglugerð þessari.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 739/2004, um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, með síðari breytingum.

Samgönguráðuneytinu, 15. nóvember 2007.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica