1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á III. viðauka reglugerðarinnar:
46. |
Kadmíum og blý í prófílum úr plasti sem innihalda blöndur sem eru framleiddar úr pólývínýlklóríðúrgangi (hér á eftir nefnt ,,endurheimt stíft pólývínýlklóríð"), sem eru notaðir í rafknúna og rafeindastýrða glugga og dyr, þar sem styrkurinn í endurheimta stífa pólývínýlklóríðefniviðnum fer ekki yfir 0,1% af kadmíumi miðað við þyngd og 1,5% af blýi miðað við þyngd.
Frá 28. maí 2026 skal eingöngu nota stíft pólývínýlklóríð sem er endurheimt úr rafknúnum og rafeindastýrðum gluggum og dyrum til framleiðslu á nýjum hlutum í þeim flokkum sem eru tilgreindir í a- til d-lið 18. liðar í 63. færslu í XVII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006. Birgjar hluta úr pólývínýlklóríði sem innihalda endurheimt stíft pólývínýlklóríð með blýi í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við þyngd pólývínýlklóríðefniviðarins skulu tryggja, áður en þessir hlutir eru settir á markað, að þeir séu sýnilega, læsilega og óafmáanlega merktir með yfirlýsingunni: "Inniheldur ≥ 0,1% blý". Ef ekki er unnt að setja merkingu á hlutinn vegna þess hvers eðlis hann er skal hún sett á umbúðir hlutarins. Birgjar hluta úr pólývínýlklóríði sem innihalda endurheimt stíft pólývínýlklóríð skulu leggja fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sé þess óskað, skjalfesta sönnun fullyrðinga um að pólývínýlklóríðið í þessum hlutum komi úr endurheimt. Nota má vottorð sem eru gefin út af kerfum til að sýna fram á rekjanleika og endurunnið innihald, s.s. þau sem eru þróuð samkvæmt ÍST EN 15343:2007 eða sambærilegum viðurkenndum stöðlum, til að færa sönnur á slíkar fullyrðingar varðandi hluti úr pólývínýlklóríði sem eru framleiddir í Evrópusambandinu. Fullyrðingum um að pólývínýlklóríð í innfluttum hlutum komi úr endurheimt skal fylgja vottorð, sem óháður þriðji aðili gefur út, sem veitir jafngilda sönnun um rekjanleika og endurunnið innihald |
Gildir um 11. flokk og fellur úr gildi 28. maí 2028 |
39.a | Kadmíumseleníð í niðurskiptanlegum hálfleiðarananókristalskammtadeplum, sem innihalda kadmíum, til notkunar í skjálýsingarkerfi (< 0,2 μg kadmíums á hvern mm² af skjásvæði) | Fellur úr gildi fyrir alla flokka 21. nóvember 2025 |
47. | Kadmíum í niðurskiptanlegum hálfleiðarananókristalskammtadeplum sem eru settir beint á ljósdíóðuhálfleiðaraflögur til notkunar í skjá- og skjávarpakerfum (< 5 μg kadmíums á hvern mm² af ljósdíóðuflöguyfirborði) með hámarksmagn á hvert tæki sem nemur 1 mg |
Fellur úr gildi fyrir alla flokka 31. desember 2027 |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum gerðum:
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013, tekur þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.