Innviðaráðuneyti

1366/2024

Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014, um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á III. viðauka reglugerðarinnar:

  1. Við viðaukann bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
46. Kadmíum og blý í prófílum úr plasti sem innihalda blöndur sem eru framleiddar úr pólývínýlklóríðúrgangi (hér á eftir nefnt ,,endurheimt stíft pólývínýlklóríð"), sem eru notaðir í rafknúna og rafeindastýrða glugga og dyr, þar sem styrkurinn í endurheimta stífa pólývínýlklóríðefniviðnum fer ekki yfir 0,1% af kadmíumi miðað við þyngd og 1,5% af blýi miðað við þyngd.

Frá 28. maí 2026 skal eingöngu nota stíft pólývínýlklóríð sem er endurheimt úr rafknúnum og rafeindastýrðum gluggum og dyrum til framleiðslu á nýjum hlutum í þeim flokkum sem eru tilgreindir í a- til d-lið 18. liðar í 63. færslu í XVII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006.

Birgjar hluta úr pólývínýlklóríði sem innihalda endurheimt stíft pólývínýlklóríð með blýi í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við þyngd pólývínýlklóríðefniviðarins skulu tryggja, áður en þessir hlutir eru settir á markað, að þeir séu sýnilega, læsilega og óafmáanlega merktir með yfirlýsingunni: "Inniheldur ≥ 0,1% blý". Ef ekki er unnt að setja merkingu á hlutinn vegna þess hvers eðlis hann er skal hún sett á umbúðir hlutarins.

Birgjar hluta úr pólývínýlklóríði sem innihalda endurheimt stíft pólývínýlklóríð skulu leggja fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sé þess óskað, skjalfesta sönnun fullyrðinga um að pólývínýlklóríðið í þessum hlutum komi úr endurheimt. Nota má vottorð sem eru gefin út af kerfum til að sýna fram á rekjanleika og endurunnið innihald, s.s. þau sem eru þróuð samkvæmt ÍST EN 15343:2007 eða sambærilegum viðurkenndum stöðlum, til að færa sönnur á slíkar fullyrðingar varðandi hluti úr pólývínýlklóríði sem eru framleiddir í Evrópusambandinu. Fullyrðingum um að pólývínýlklóríð í innfluttum hlutum komi úr endurheimt skal fylgja vottorð, sem óháður þriðji aðili gefur út, sem veitir jafngilda sönnun um rekjanleika og endurunnið innihald

Gildir um 11. flokk og fellur úr gildi 28. maí 2028

 

  1. Í stað 39.a liðar kemur nýr liður svohljóðandi:
39.a Kadmíumseleníð í niðurskiptanlegum hálfleiðara­nanókristalskammtadeplum, sem innihalda kadmíum, til notkunar í skjálýsingarkerfi (< 0,2 μg kadmíums á hvern mm² af skjásvæði) Fellur úr gildi fyrir alla flokka 21. nóvember 2025

 

  1. Við viðaukann bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
47. Kadmíum í niðurskiptanlegum hálfleiðarananókristal­skammtadeplum sem eru settir beint á ljósdíóðu­hálfleiðaraflögur til notkunar í skjá- og skjávarpakerfum
(< 5 μg kadmíums á hvern mm² af ljósdíóðuflöguyfirborði) með hámarksmagn á hvert tæki sem nemur 1 mg
Fellur úr gildi fyrir alla flokka 31. desember 2027

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum gerðum:

  1. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/232 frá 25. október 2023 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB að því er varðar undanþágu fyrir kadmíum og blý í prófílum úr plasti í rafknúnum og rafeindastýrðum gluggum og dyrum sem innihalda endurheimt stíft pólývínýlklóríð, sem vísað er til í undirlið við lið 12q í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2024, 15. mars 2024. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 25. apríl 2024, bls. 680-683.
  2. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1416 frá 13. mars 2024 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB að því er varðar undan­þágu fyrir kadmíum í niðurskiptanlegum skammtadeplum sem eru settir beint á ljósdíóðu­hálfleiðaraflögur, sem vísað er til í undirlið við lið 12q í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 203/2024, 23. september 2024. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 14. nóvember 2024, bls. 744-747.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013, tekur þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica