1277/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 989/2016 um skipsbúnað.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- B-liður breytist og orðast svo:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1975 frá 19. júlí 2024 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/90/ESB að því er varðar hönnunar-, smíða- og nothæfiskröfur sem og prófunarstaðla fyrir búnað um borð í skipum og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2023/1667, skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 182/2024 frá 2. september 2024. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 77, frá 17. október 2024 bls. 343-652.
- Við bætist nýr stafliður:
-
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1295 frá 26. febrúar 2024 um samhæfðar tækniforskriftir og prófunarstaðla fyrir brunaslöngur, skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2024 frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 576-578.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 24. gr. skipalaga nr. 66/2021 og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 30. október 2024.
F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.