1. gr.
Orðin "frá trúnaðarlækni Samgöngustofu" í 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar falla brott.
2. gr.
Orðin "trúnaðarlæknis Samgöngustofu" í 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar falla brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "Öryrkjabandalags Íslands og tryggingayfirlæknis" kemur: Tryggingastofnunar.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar:
5. gr.
18. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Veita má leyfishafa heimild til að aka á móti forfallabílstjóra, óski hann þess vegna veikinda, enda beri læknisvottorð með sér að leyfishafi hafi ekki fulla starfsgetu. Leyfishafa er þá heimilt að aka í allt að 6 klst. á dag og skal aksturstími ákveðinn fyrir fram. Forfallabílstjóri má í slíkum tilvikum aka í allt að 12 klst. á dag.
Heimild skv. 1. mgr. má veita til allt að þriggja mánaða á ári en heimilt er að framlengja hana í allt að eitt ár í senn. Heimild skal þó ekki veita lengur en í fjögur ár og skal ekki veita heimild að nýju til meira en samtals þriggja mánaða næstu tólf mánuði.
6. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 9. gr. laga um leigubifreiðar nr. 134/2001, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 23. desember 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.