Prentað þann 21. feb. 2025
1085/2024
Reglugerð um afnám leyfisskoðunar ökutækja.
1. gr. Breytingar á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021:
- Á eftir orðunum "(N2 og N3)," í d-lið 1. mgr. 6. gr. kemur: ökutæki í notkunarflokknum ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni,.
- 38. gr. reglugerðarinnar fellur brott og breytist röð annarra greina til samræmis.
- Orðið "leyfisskoðunum," í 40. gr. fellurbrott.
- 2. mgr. 44. gr. fellur brott og breytist röð annarra málsgreina til samræmis.
2. gr. Breytingar á reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 474/2017.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 474/2017:
- Við 5. mgr. 5. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skulu þau skráð í notkunarflokkinn "Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni".
- F-liður 1. mgr. 7. gr. verður svohljóðandi: lista yfir ökutæki sem tilheyra rekstrinum og verða notuð til farþegaflutninga og farmflutninga í atvinnuskyni.
- G-liður 1. mgr. 7. gr. fellur brott.
- 5. tölul. 2. mgr. 10. gr. fellur brott og breytist röð annarra töluliða til samræmis.
- 3. tölul. 3. mgr. 11. gr. fellur brott og breytist röð annarra töluliða til samræmis.
- 4. mgr. 11. gr. fellur brott.
- 3. mgr. 16. gr. fellur brott.
- Fyrirsögn 16. gr. verður svohljóðandi: Skyldur leyfishafa.
3. gr. Breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Á eftir ákvæði 01.106 í 1. gr. bætist nýtt ákvæði, sem orðast svo:
01.107 Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni.
Ökutæki sem skráð er til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni á grundvelli leyfis skv. lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017.
4. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 5. og 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, öðlast gildi 1. janúar 2025.
Innviðaráðuneytinu, 11. september 2024.
Svandís Svavarsdóttir.
Aðalsteinn Þorsteinsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.