Samgönguráðuneyti

1048/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu nr. 612/2005. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á fylgiskjali I við reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, nr. 612/2005.

Fyrsta málsgrein 6. gr. skal orðast svo:

Framleiðsluvara, íhlutir og búnaður skulu uppfylla þær kröfur sem getið er í breytingu 8 við I. bindi og breytingu 5 við II. bindi við viðauka 16 við Chicago-samninginn, eins og hann gilti 24. nóvember 2005, að undanskildum viðbætum hans.

Í 4. mgr. 53. gr. er aðlögunartímabilið sem vísað er til framlengt til 31. desember 2007.

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 334/2007 frá 28. mars 2007 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 1592/2002 frá 15. júlí 2002 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2007 frá 6. júlí 2007; og
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 103/2007 frá 2. febrúar 2007 um fram­lengingu aðlögunartímabils sem vísað er til í 4. mgr. 53. gr. reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 frá 15. júlí 2002 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2007 frá 8. júní 2007.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 22. október 2007.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica