Samgönguráðuneyti

266/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja nr. 205/2007. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á fylgiskjali I við reglugerð um lofthæfi- og umhverf­isvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja nr. 205/2007:

a)

Í ii-lið 1. mgr. b-liðar hluta 21A.204 falla niður orðin: Þessar upplýsingar skulu koma fram í flughandbók þegar viðeigandi lofthæfisreglur krefjast slíks fyrir viðkomandi loftfar.

b)

Í i-lið 2. mgr. b-liðar hluta 21A.204 falla niður orðin: Þessar upplýsingar skulu koma fram í flughandbók þegar viðeigandi lofthæfisreglur krefjast slíks fyrir viðkomandi loftfar.

c)

Viðauki A við reglugerð þessa kemur í stað viðauka VI við reglugerðina.

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 335/2007 frá 28. mars 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1702/2003 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2007, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samnings­ins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loft­ferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 29. febrúar 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica