1. gr.
1. gr. viðauka við reglugerðina skal vera svohljóðandi:
Bannaðir hlutir sem vísað er til í a.-e. liðum 2. gr. mega aðeins vera fluttir á haftasvæði flugverndar eða um borð í loftfar af starfsfólki, þar með töldum áhöfnum loftfara, sem hefur tilskilið leyfi frá viðeigandi yfirvöldum, þar sem slíkir munir teljast nauðsynlegir og eru nauðsynlegir við starfrækslu flugvallarins eða loftfara eða skyldustarfa um borð.
Bannaða hluti sem vísað er til í f.-g. liðum 2. gr. má aðeins flytja inn á haftasvæði flugverndar eða um borð í loftfar af starfsfólki, þ.m.t. áhöfn loftfars.
Bannaða hluti sem vísað er til í a.-e. liðum 2. gr. má skilja eftir á haftasvæði flugverndar eða um borð í loftfari ef þeir eru geymdir á öruggan hátt.
Flugverndarstarfsmönnum er heimilt að synja hvaða starfsmanni sem er um aðgang að haftasvæði flugverndar hafi hann undir höndum bannaðan hlut sem veldur þeim áhyggjum.
2. gr.
Tveir nýir liðir bætast við 2. gr. viðauka við reglugerðina svohljóðandi:
f. Vökvi.
1. Vökvi, nema hann sé í umbúðum sem að hámarki rúma 100 ml hans eða jafngildi og sé í einum gagnsæjum plastpoka sem hægt er að loka (með rennilás eða "zip-lock" eða á sambærilegan hátt) sem að hámarki rúmar 1 lítra. Innihald plastpokans skal rúmast þægilega og pokinn skal lokast alveg. Vökvi tekur til gels, mauks, krems, blöndu, innihalds þrýstiumbúða, s.s. tannkrems, hárgels, drykkja, súpu, síróps, ilmvatns, raksápu, úðaefnis og efna að sambærilegum þéttleika.
2. Heimilt er að veita undanþágu frá 1. lið f-liðar enda sé vökvi/a:
i) |
til notkunar í ferð og sé nauðsynlegur vegna læknisfræðilegs tilgangs eða vegna sérstaks mataræðis, þ.m.t. barnamatur. Sé þess krafist, skal farþegi færa sönnur á rétt innihald hins undanþegna vökva; eða |
||||
ii) |
aflað á flugsvæði fyrir innan þann stað þar sem eftirlit með brottfararspjöldum fer fram, í verslunum sem starfa samkvæmt samþykktum flugverndarráðstöfunum sem hluti af flugverndaráætlun viðkomandi flugvallar, og með því skilyrði að vökvanum sé pakkað í poka sem er innsiglaður og framvísað sé fullnægjandi sönnun þess að vökvinn var keyptur á viðkomandi flugvelli sama dag; eða |
||||
iii) |
aflað á haftasvæði flugverndar í verslunum sem starfa samkvæmt samþykktum flugverndarráðstöfunum sem hluti af flugverndaráætlun viðkomandi flugvallar, eða |
||||
iv) |
aflað á flugvelli innan ríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, með því skilyrði að vökva sé pakkað í poka sem er bæði innsiglaður og framvísað sé fullnægjandi sönnun þess að vökvi hafi verið keyptur innan haftasvæðis flugverndar á viðkomandi flugvelli sama dag; eða |
||||
v) |
aflað um borð í loftfari sem starfrækt er af flugrekanda innan Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, með því skilyrði að vökva sé pakkað í poka sem er bæði innsiglaður og framvísað sé fullnægjandi sönnun þess að vökvi hafi verið keyptur um borð í því loftfari sama dag. |
g) Handfarangur.
Eining handfarangurs skal eigi vera stærri en 56 sm x 45 sm x 25 sm. Leyfileg hámarksmál taka til handfanga, óla, vasa, hjóla eða annars framstæðs hluta á farangri, þ.m.t. innihalds tösku. Heimilt er að veita undanþágu fyrir handfarangur í yfirstærð sem inniheldur hlut eða hluti sem eru of stórir til að passa innan leyfilegra hámarksmála einingar handfarangurs og eru verðmæt eða viðkvæm. Slíkum handfarangri skal framvísa til samþykkis við innritun og við öryggishlið til skoðunar. Handfarangur í yfirstærð skal vera skimaður a.m.k. með handleit.
3. gr.
Ný málsgrein bætist við 3. gr. viðaukans svohljóðandi:
Heimilt er að veita aðgang að haftasvæði flugverndar, hjólastólum, vögnum og kerrum, enda sé slíkur búnaður notaður af farþega, og sæti viðeigandi skimun.
4. gr.
Við viðaukann bætist ný grein svohljóðandi:
9. gr.
Öllum vökva skal framvísa til skimunar við öryggishlið.
Fartölvur og önnur stærri rafeindatæki skulu fjarlægð úr handfarangri fyrir skimun og skimuð sérstaklega. Komi í ljós við skimun að taska inniheldur stórt rafeindatæki skal fjarlægja tækið úr töskunni og skima sitt í hvoru lagi.
Kápur og jakkar farþega skulu skimaðir eins og um sérstakan hluta handfarangurs sé að ræða.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett til samræmis við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1546/2006 frá 4. október 2006 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 622/2003 frá 4. apríl 2003 um ráðstafanir til framkvæmdar sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr., 2. mgr. 78. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast gildi þann 6. nóvember 2006. Ákvæði 2. mgr. 1. gr. öðlast þó gildi þann 6. maí 2007.
Samgönguráðuneytinu, 30. október 2006.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.