Samgönguráðuneyti

693/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 416/2003. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. gr. bætast tvær nýjar orðskýringar, sem verða 11. og 12. liður, svohljóðandi:

11.

Tankflutningaskip; er skip sem er sérstaklega smíðað og notað til flutninga á miklu magni gastegunda eða vökva í farmgeymum. Til tankflutningaskipa teljast olíu­flutningaskip, gasflutningaskip og efnaflutningaskip.

12.

Ekjufarþegaskip; er farþegaskip sem búið er sérstökum ekjufarmrýmum eða "sérstökum farmrýmum" eins og þau eru á hverjum tíma skilgreind í Alþjóða­samþykktinni um öryggi mannslífa á hafinu.

2. gr.

2. mgr. 4. gr. orðast svo:

Skilyrði skírteina.
Sérhver umsækjandi skírteinis skal fullnægja ákvæðum þessarar reglugerðar um aldur, menntun, siglingatíma og, ef við á, fræðslu um borð í skipum. Jafnframt skal hann full­nægja ákvæðum I. viðauka þessarar reglugerðar um sjón, heyrn og aðrar heilbrigðis­kröfur. Þá skal umsækjandi hafa gengist undir námskeið eftir því sem nánar er greint í V. viðauka reglugerðarinnar um tiltekin skírteini og námskeið vegna þeirra atvinnu­skírteina sem óskað er eftir að fá útgefin og vegna réttinda til að mega gegna sérstökum sérhæfðum störfum um borð í skipum.

3. gr.

Nýr viðauki, V. viðauki, bætist við reglugerðina og er meðfylgjandi.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 17. gr. laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/23/EB frá 8. mars 2005 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/25/EB um lágmarksþjálfun sjómanna, sem vísað er til í 56j lið í XIII. viðauka EES-samningsins eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 150/2005 frá 3. desember 2005.

Samgönguráðuneytinu, 18. júlí 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica