Innviðaráðuneyti

1508/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011.

1. gr.

Við 52. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/645 frá 18. apríl 2018 um breytingu á tilskipun 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins 2006/126/EB um öku­skírteini, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2022 frá 29. apríl 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38 frá 16. júní 2022, bls. 50-62.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 58. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 2. desember 2024.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica