1000/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1151/2014 um umdæmi sýslumanna.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- 1. málsl. 2. tölul. orðast svo: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Snæfellsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundafjarðarbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur og Dalabyggð.
- 1. málsl. 3. tölul. orðast svo: Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð.
- 1. málsl. 4. tölul. orðast svo: Húnabyggð, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagafjörður.
- 1. málsl. 5. tölul. orðast svo: Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur og Langanesbyggð.
- 4. málsl. 5. tölul. orðast svo: Önnur útibú: Dalvík og Þórshöfn.
- 1. málsl. 6. tölul. orðast svo: Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fjarðabyggð og Múlaþing.
- 1. málsl. 9. tölul. orðast svo: Grindavíkurbær, Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. og 9. gr. laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, nr. 50/2014, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 22. ágúst 2024.
Guðrún Hafsteinsdóttir.