Innviðaráðuneyti

284/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.

1. gr.

Við 11. gr. reglugerðarinnar bætast nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1974 frá 14. desember 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslu­meðferðir er varða áhöfn í almenningsflugi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 433.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/27 frá 19. desember 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslu­meðferðir er varða áhöfn í almenningsflugi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 508.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/430 frá 18. mars 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar að neyta takmarkaðra réttinda án eftirlits áður en flugmannsskírteini fyrir létt loftför er gefið út, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 539.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1747 frá 15. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar kröfur fyrir tiltekin vottorð og flugliðaskírteini, reglur um þjálfunarfyrirtæki og lögbær yfirvöld, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 734.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/359 frá 4. mars 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða áhöfn í almenningsflugi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 866.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/723 frá 4. mars 2020 um ítarlegar reglur að því er varðar viðurkenningu á vottun flugmanna í þriðja landi og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 382.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2227 frá 14. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar kröfur varðandi starfrækslu í skertu skyggni og varðandi þjálfun til blindflugs- og tegundaráritunar í þyrlu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 117/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 354.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 29. gr., 73. gr., 83. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 19. febrúar 2024.

 

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica