Menningar- og viðskiptaráðuneyti

281/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

1. gr.

Við lista sértækra viðmiðunarmarka í viðbæti C við II. viðauka við reglugerðina bætist:

Efni CAS-númer Viðmiðunarmörk
Anilín 62-53-3 30 mg/kg eftir afoxandi klofnun í textílefni og leðri sem notað er í leikföng
10 mg/kg sem óbundið anilín í fingramálningu
30 mg/kg eftir afoxandi klofnun í fingramálningu.

 

2. gr.

Við 30. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/903 frá 3. júní 2021 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar tiltekin viðmiðunarmörk fyrir anilín í tilteknum leikföngum, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 345/2021 frá 10. desember 2021. Tilskip­unin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 807-810.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 10. gr. og 3. mgr. 13. gr., sbr. 3. mgr. 27. gr. laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995, með síðari breytingum og öðlast hún þegar gildi.

 

Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 7. mars 2023.

 

F. h. r.

Ingvi Már Pálsson.

Steindór Dan Jensen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica