1. gr.
Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða og viðurkenningu á hjónavígslu sem farið hefur fram erlendis.
2. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum og löglærðir fulltrúar embættisins annast könnun á hjónavígsluskilyrðum frá og með 1. september 2022.
Könnunarmanni ber að gæta þess að hjónavígsluskilyrðum II. kafla hjúskaparlaga sé fullnægt.
Heimilt er að taka gjald fyrir útgáfu könnunarvottorðs.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. gr. reglugerðarinnar:
Hjónaefni er heimilt að leggja fram gögn hjá öðru sýslumannsembætti en því sem kannar hjónavígsluskilyrði. Hlutaðeigandi sýslumannsembætti skal þá framsenda gögnin til þess embættis sem annast könnun á hjónavígsluskilyrðum.
Könnunarmanni er heimilt að afla upplýsinga eða gagna samkvæmt 1. mgr. hjá Þjóðskrá Íslands, sýslumönnum og dómstólum með rafrænum hætti. Framangreindum aðilum ber að veita könnunarmanni rafrænan aðgang að umbeðnum upplýsingum eða gögnum búi þeir yfir þeim. Afli könnunarmaður nauðsynlegra upplýsinga eða gagna við könnun hjónavígsluskilyrða með rafrænum hætti hjá Þjóðskrá Íslands, sýslumönnum og dómstólum ber honum að upplýsa hjónaefni um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
4. gr.
Orðið "fæðingarstaði" í 1. tl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 4. gr. reglugerðarinnar:
6. gr.
Í stað orðsins "ráðuneytinu" í 5. tl. 1. mgr. og 4. tl. 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar kemur: sýslumanni.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 11. gr. reglugerðarinnar:
8. gr.
Við 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður er orðast svo: Heimilt er að afhenda skjalið með rafrænum hætti.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 16. gr. reglugerðarinnar:
10. gr.
Heiti IV. kafla reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi: Gildistaka o.fl.
11. gr.
Á undan 17. gr. reglugerðarinnar í IV. kafla bætist við ný grein er verður 16. gr. a og orðast svo:
Viðurkenning á hjónavígslu sem farið hefur fram erlendis.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum skal frá og með 1. september 2022 úrskurða um skráningu á hjónavígslu sem fór fram erlendis skv. 25. gr. a hjúskaparlaga, nr. 31 14. apríl 1993, með síðari breytingum.
12. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 13. gr. og 2. málslið 2. mgr. 133. gr. hjúskaparlaga, nr. 31 14. apríl 1993 með síðari breytingum, öðlast gildi 1. september 2022.
Dómsmálaráðuneytinu, 30. ágúst 2022.
Jón Gunnarsson.
Haukur Guðmundsson.