1. gr.
Á eftir 2. málsl. 4. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður svohljóðandi: Getraunaleikinn Lengjan beint.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
3. gr.
11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Leikspjald gildir aldrei sem kvittun en þátttakandi getur notað það aftur ef hann óskar eftir óbreyttum táknum á raðir sínar.
4. gr.
Í stað orðanna "lægri vinningsflokkunum" í c-lið 20. gr. reglugerðarinnar kemur: viðkomandi vinningsflokkum.
5. gr.
2. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. reglugerðarinnar:
7. gr.
26. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Þátttakandi getur valið einn til tíu kappleiki og giskað á hvort þeim ljúki með sigri fyrrnefnda liðsins, jafntefli eða að síðarnefnda liðið sigri. Íslenskar getraunir hafa heimild til að bjóða upp á kerfi á Lengjunni.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. reglugerðarinnar:
9. gr.
2. mgr. 28. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Vinningsstuðlar þessir eru birtir í sölukerfum Íslenskra getrauna. Þátttakandi getur jafnframt fengið uppgefna vinningsstuðla hjá söluaðila þegar opnað hefur verið fyrir sölu þeirra leikja.
10. gr.
3. mgr. 35. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Að öllu jöfnu er vinningur greiddur út fljótlega eftir að seinasti leikur ágiskunar hefur farið fram. Ef vafi leikur á um úrslit leiks eða úrslit berast seint hefur félagið heimild til að fresta útborgun vinninga.
11. gr.
1. mgr. 36. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Þátttökukvittun má ógilda með því að skila henni aftur til sama söluaðila og seldi hana enda sé það gert sama dag og áður en fyrsti leikur hefst og það tímanlega að unnt sé að ljúka ógildingu á innfærslu hennar fyrir lokun tölvukerfisins þann dag.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. reglugerðarinnar:
13. gr.
42. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Vinnings skal vitja innan eins árs frá lokum síðasta leiks ágiskunar, ella fellur niður réttur vinningshafa.
14. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. gr. laga um getraunir nr. 59/1972, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 12. ágúst 2022.
Jón Gunnarsson.
Haukur Guðmundsson.