1. gr.
Orðin "innan 24 klukkustunda" í 3. málsl. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar falla brott.
2. gr.
Við 2. tölul. 1. mgr. 35. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjöldi kennslustunda sem skal vera lokið er a.m.k. 16.
3. gr.
Í stað 2. mgr. 36. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Í samningi skal einnig kveðið á um námskeið fyrir reglulega endurmenntun ökukennara.
Regluleg endurmenntun ökukennara getur með sérstöku leyfi Samgöngustofu farið fram á námskeiði, sem haldið er utan skóla á háskólastigi.
4. gr.
Þau ákvæði til bráðabirgða II sem bætt var við reglugerðina með reglugerðum nr. 1187/2020 og nr. 380/2020 falla brott.
5. gr.
Í stað orðanna "31. júlí" í ákvæði til bráðabirgða II sem bætt var við reglugerðina með reglugerð nr. 10/2022 kemur: 31. desember.
6. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 58., 62. og 64. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 28. júlí 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.